Mánudagur 13. janúar, 2025
2.2 C
Reykjavik

Facebookhópur syngur COVID-19 burtu og styrkir Kvennaathvarfið um leið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristján Magnússon er einn stofnenda Facebook-hópsins Syngjum veiruna í burtu, sem Mannlíf hefur áður sagt frá.

Sjá einnig: Helgi stofnaði sönghóp á Facebook sem er að slá í gegn: „Öllum velkomið að koma með sitt framlag í gleðina“

Hópurinn hefur notið mikilla vinsælda og fjölgar meðlimum ört. Tilgangur hópsins er að fá folk til að skemmta sér saman, og stíga út fyrir þægindarammann og syngja og deila söngnum með meðlimum hópsins.

Fljótlega kom sú hugmynd upp hjá stofnmeðlimum að selja boli með áletrun hópsins og láta afrakstur renna til Samtaka um kvennaathvarf. Kristján mætti nýlega og afhenti ágóðann til samtakanna. Andvirðið var nýtt til kaupa á leikföngum fyrir börnin sem búa í athvarfinu. Hildur vaktstýra tók á móti Kristjáni.

„Við fengum góða heimsókn fyrir helgina þegar hann Kristján Magnússon kom færandi hendi með afrakstur af bolasölu hópsins Syngjum veiruna burt sem rann beint til kaupa á leikföngum fyrir krakkana í húsinu. Við þökkum fyrir okkur og bendum á að enn er hægt að kaupa boli, þó ekki gullbol eins og þann sem vaktstýrunni okkar, henni Hildi áskotnaðist.“

Enn má kaupa boli til styrktar Kvennaathvarfinu hér.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Guðný og Stefán sömdu texta gegn COVID-19 og fengu hóp ókunnugra með: „Tökum á þessum vanda, saman í anda“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -