Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Faðir Ingva Hrafns sem tók líf sitt í fangelsi krefst svara: „Ég gefst ekki upp í máli sonar míns“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tómas Ingvason, faðir Ingva Hrafns Tómassonar, sem fyrirfór sér á Litla-Hrauni þann 5. maí, fær engin efnisleg svör frá Lögreglunni á Suðurlandi um gang rannsóknar á andláti unga mannsins.

„Málið er ennþá í ransókn hjá lögreglunni á Selfossi. Við fáum engar upplýsingar,“ segirt Tómas í samtali við Mannlíf og vekur athygli á þeim langa tíma sem fer í að rannsaka andlátið. Hann segir að aðstandendur hafi enn ekki fengið að sjá handskrifað bréf sem sonur hans skyldi eftir áður en hann greip til þess að taka líf sitt.

Tómas krefst þess að yfirvöld axli ábyrgð af andláti Ingva Hrafns. Hann bendir á að fanginn hafi verið í umsjón og á ábyrgð fangelsisyfirvalda og vill kanna bótaskyldu og innri rannsókn fangelsisyfirvalda vegna andlátsins. Tóma bendir einnig á þátt lögreglunnar sem á grundvelli einfaldrar kæru réðst inn á fangaheimilið Vernd og svipti Ingva Hrafn frelsi sínu. Sérsveit lögreglunnar mætti á vettvang og handtók Ingva Hrafn og sendi hann á Litla-Hraun þar sem hann var sviptur því frelsi sem hann hafði á Vernd. Tómas vill að framganga lögreglunnar verði rannsökuð.

Tómas Ingvason berst fyrir réttlæti.

Tveimur dögum fyrir andlát sitt óskaði Ingvi Hrafn eftir geðhjálp þar sem hann var að bugast. Hann fékk þau svör að hann yrði bíða til mánudags. Daginn eftir, á laugardegi, útrekaði hann bón sína en var aftur hafnað og sagt að bíða til mánudags. Hann tók líf sitt á sunnudegi. Fangelsisyfirvöld höfðu fengið viðvörun um að fanginn væri á barmi örvæntingar. Neyðarkallinu var ekki sinnt og öryggi fangans ekki tryggt þrátt fyrirt augljósa örtvæntingu Tómas segist ekki unna sér hvíldar fyrr en þessi mál verði rannsökuð til hllítar.

„Hvaða rannsóknarhagsmuni er verið að vernda í rannsókn á sjálfsmorði þar sem fangi var einn í klefa? Engin vitni og engar öryggismyndavélar. Hvað er verið að rannsaka nákvæmlega þar sem yfirvöld hafa nú þegar gefið út að um sjálfsvíg var að ræða? Eina sem mér þætti lógíst er ef þeir eru að rannsaka eitthverjar ásakanir í þessu bréfi eða staðhæfingar, eða að bréfið innihaldi eitthverjar viðkvæmar upplýsingar fyrir fangelsismálayfirvöld eða eitthvern einstakling. Ég gefst ekki upp í máli sonar míns fyrr en réttlæti verður náð ,“ segir Tómas.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -