„Nú þarf ég ráð, kæru vinir. Hvernig mynduð þið bregðast við níði eins og þessu?” spyr Ingvar Sigurgeirrsson í færslu á Facebook í gær. Ingvar er faðir Ragnars Freys Ingvarsson, umsjónalæknis Covid deildar Landsspítlans og matgæðings, þekktum undir nafninu Læknirinn í eldhúsinu.
Ingvar tiltekur tvenn afar ósmekkleg ummæli og nafngreinir höfunda.
Birgir Karl Ragnarsson: „Ragnar freyr ingvarsson Ljóti auminginn sem þú ert ! Eineltisræfill og viđbjóđur. Karma mun ná þér ömurlega afsökun fyrir manneskju !!“
Már Jóhannsson: „Þú ert ógeðslegur morðingi, ég veit að þú leikur þér að því að eytra fyrir fólki, þú ert hættulegur umhverfi þínu!“
Færslan hefur fengið gríðarlegan lestur. Fólki er brugðið við og hvetja flestir til að færslurnar verið kærðar. Aðrir telja að þær séu ekki svaraverður.
Hjálmar segir þessi ömurlegu orð dæma sig sjálf og best sé að bregðast við með engu og fyrir alla muni að hampa ekki höfundum með svari. Sara Dögg spyr hvort ekki sé um veika menn að ræða og taka fleiri undir þá skoðun.
Bergþóra segir þetta ljótt og vont. „Kasta á ógeðinu þangað sem það á heima með því að hunsa á samfélagsmiðlum, tilkynna andlega ofbeldið til lögreglu og vona að þessir veiku menn fái aðstoð og opni augu sín fyrir því hvað þeir hafa sagt og meitt. Bati þeirra er að biðjast fyrirgefningar og gera aldrei neitt þessu líkt aftur.“ Hún biður fyrir knús og góðar kveðjur á uppáhalds lækninn í eldhúsinu.
Sigríður Heiða skrifar: „Kæri Ingvar. Mitt ráð er að bregðast ekki við. Þjóðin er ekki sammála um aðgerðir en burt séð frá því eru þessi ummæli lagt út fyrir að vera málefnaleg. Agnar vill fá að vita hvað mönnum gangi til, þetta sé stórundarlegt og til skammar.“
Sigurbjörn Árni er með ráð: „Í mínum skóla myndi ég hringja í mömmur svona mannvitsbrekkna. Ég geri hins vegar ráð fyrir að þessir teljist fullorðnir og mömmurnar löngu búnar að gefast upp á þeim. Annað hvort að gera ekki neitt eða tilkynna netníð.“
Ragnar Freyr hefur tekist á við Brynjar Níelsson, alþingsimann, um sóttvarnir og sóttvarnaraðgerðir. Brynjar fullyrti í samtali við mbl.is á fimmtudag að heilbrigðiskerfið gæti ráðið við fleiri Covid-sjúklinga. Hann sagði ríkisstjórnina hljóta að verða að velta fyrir sé hvort ástæða væri til að fara rólegar í sóttvarnaaðgerðir en skaðsemi þeirra kynni að vera meiri en augljós heilsufarslegur skaði af völdum veirunnar.
Ragnar er Brynjari ósammála og svaraði honum í Facebook færslu þar sem hann sagði ljóst að ef faraldurinn fengi að dreifast um samfélagið án þess að gripið yrði til takmarkana myndi fjöldi sýktra margfaldast. Brynjar var fljótur til svara og kallaði Ragnar „hrokafullan grillæknir” og þótti Ragnari það miður. „Sem eru viss vonbrigði þar sem ég hef reynt við fleiri tegundir eldamennsku í gegn um árin. Sous vide, franska, sænska, þýska, ítalska… sem eru tilefni í miklu skemmtilegri viðurnefni!“ skrifar Ragnar. „Ég verð augljóslega að gera betur.“