Laugardagur 28. desember, 2024
-1.4 C
Reykjavik

Faðir Völu bjó á götunni í 20 ár: „Hann var veikur og fékk ekki lækningu í kerfinu við því“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gestur Guðnason, tónlistarmaður, bjó á götunni í tuttugu ár.
Hann var rúmlega fertugur þegar hann fór á götuna og þar bjó hann þangað til hann dó sumarið 2019.

Dóttir Gests, Vala Sólrún, var í viðtali við Smartland nú um helgina.

Engin úrræði til fyrir fólk eins og Gest

Faðir hennar glímdi við alkóhólista og segir Vala að ekki sé til úrræði fyrir fólk eins og Gest, föður hennar.
Hún segist hafa upplifað að sífellt væri verið að reyna losa sig við hann og henni sagt að hann væri of veikur fyrir kerfið.

„Ég elskaði pabba mjög mikið og hann elskaði mig. En hann var veikur og fékk ekki lækningu í kerfinu við því,“ segir Vala. Þá segir Vala að samfélaginu skorti rétt verkfæri til að aðstoða veikasta fólkið okkar.

„Ég veit að allir voru að gera sitt besta tengt pabba, en við getum ekki fylgst með þessum málaflokki feta áfram sama veg. Það er of sárt fyrir okkur aðstandendurna og eins er samfélagið bara of lítið til þess.“

- Auglýsing -

„Pabbi átti enga rödd. Hann var brotinn þegar hann fór á götuna.“

Vala segir föður sinn hafa verið einan og hræddan áður en hann dó.

Að mati Völu stafaði ótti hans af því að hann hafði ekki stjórn á eigin lífi eða aðstæðum og valdi sér ekki það að deyja úr þessum sjúkdómi.

- Auglýsing -

„Pabbi átti enga rödd. Hann var brotinn þegar hann fór á götuna, en það braut hann líka ennþá meira niður hvernig var komið fram við hann þar. Við horfum ekki í augu þeirra sem búa á götunni og knúsum þau. Heldur horfum við undan líkt og þau séu ekki til. Þetta fólk okkar sást ekki þegar þau voru börn og þau sjást ekki þegar þau eru orðin fullorðin. Það upplifir stöðugt meiri niðurlægingu í stað þess að upplifa stað þar sem það getur leitað aðstoðar og fengið það eina sem það vantar í lífinu, athygli og svigrúm til að vinna í sér með sérfræðingi.“

Ljósið innra með Völu fann sér farveg

Eftir fráfall föður síns segist Vala hafa fundið kraft innra með sér og vitað fyrir víst við hvað hún vildi vinna. Vala vinnur við hljóðheilun hjá Shalom-meðferðarstöðinni.

„Þegar maður hefur lært að elska fólk með skugga þá verður maður ofurnæmur á skugga í öðrum. Ég held að svona reynsla geri það að verkum að maður velji að vinna í mjög björtu og fallegu umhverfi. Þegar pabbi dó var eins og ljósið innra með mér fyndi sér farveg. Ég vissi hvert ég vildi beina því.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -