Þáttarstjórnandinn Seth Meyers og eiginkona hans, Alexi Ashe, eignuðust sitt annað barn, son sem hlotið hefur nafnið Axel, á sunnudag. Seth var mættur aftur til vinnu kvöldið eftir í þátt sinn Late Night With Seth Meyers, og lýsti þar fæðingunni, sem bar ansi fljótt að.
Í meðfylgjandi myndbandi byrjar Seth á að rifja upp fæðingu fyrsta barn síns, Ashe, sem kom mjög skjótt í heiminn.
„Við höfðum áhyggjur af því að hún ætti eftir að eignast barnið í Uber-bílnum,“ segir Seth en hjónakornin komust á spítalann áður en litla kraftaverkið kom í heiminn. Það sama var ekki upp á teningnum á sunnudaginn þegar Axel fæddist.
Alexi byrjaði að finna fyrir hríðum og stuttu seinna leit tengdamamma Seths á hann og hrópaði: „Við verðum að fara á spítalann núna!“ Þau fóru í flýti niður í anddyri á byggingunni sem þau búa í en þegar Alexi var við það að setjast inn í Uber-bifreiðina sagði hún að barnið væri að koma og að hún gæti ekki sest inn í bílinn. Sem betur fer voru þau hjónin með dúlu með sér, sem sá til þess að fæðingin gekk vel í anddyri byggingarinnar.
Ég mæli með því að þið horfið á alla söguna frá sjónarhorni Seths því hún er bráðskemmtileg: