Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Fæðingartíðni hefur fallið hratt á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fæðing­artíðni hef­ur lækkað mikið á Norður­lönd­um undarfarinn áratug og er nú í sögu­legu lág­marki í Nor­egi, Finn­landi og á Íslandi.

Mbl greinir frá þessu og vísar þar í State of the Nordic Reg­i­on, nýja skýrslu frá Nor­rænu ráðherra­nefnd­inni sem Nor­dreg­io tók sam­an. Þar kemur fram að að fæðingartíðni á Íslandi, sem hafi lengi verið með þeim hæstu í Evrópu, hafi fallið hratt frá árinu 2009. Þá hafi hún verið að meðaltali 2,2 börn á hverja konu, en hafi verið aðeins 1,7 börn á hverja konu að meðaltali á síðasta ári.

Á Mbl er bent á að þetta megi aðallega rekja til þeirrar þróunar að kon­ur eign­ast sitt fyrsta barn mun seinna en áður. Fæðing­artíðni hafi verið hæst meðal kvenna á aldr­in­um 25–29 ára árið 1990, nú sé tíðnin hæst í ald­urs­hópn­um 30–34 ára.

Á Mbl er jafnframt bent á að þrátt fyrir þetta hafi fólki fjölgað hlut­falls­lega lang­mest á Íslandi af nor­rænu lönd­un­um á árunum 1990 til 2019 eða um 40,7 present. Nor­eg­ur fylgi þar á eftir með tæp­lega 26 pró­senta fjölg­un. Finn­um fjölgaði aðeins um 10,9 pró­sent á sama tíma og Græn­lend­ing­um um 0,8 pró­sent. Heild­ar­fólks­fjölg­un á Norður­lönd­um frá 1990 er 18 pró­sent.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -