Föstudagur 3. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Færeyskir stjórnarliðar bálreiðir og vilja Samherja burt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Færeyskir stjórnarliðar eru bálreiðir og vilja Samherja, og önnur erlend sjávarútvegsfyrirtæki, burt. Viðbrögð þeirra eru tilkomin eftir sjónvarpsþáttinn um meinta skattaskjólstarfsemi Samherja í gegnum Kýpur.

Samherji er sagður hafa misnotað sér skattareglur í Færeyjum til þess að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu og víðar. Færeyingar hafa haldið úti svokallaðri alþjóðlegri skipaskrá síðan árið 2005. Það þýðir að hægt er að skrá þar skip sem sigla þó alls ekki frá Færeyjum, nema að nafninu til. Færeysk skattayfirvöld hafa formlega hafið rannsókn á mögulegum skattalagabrotum Samherja í Færeyjum.

Annika Olsen, þingkona í Færeyjum.

Annika Olsen, þingkona á Færeyska Lögþinginu, er meðal þeirra stjórnarliða sem er bálreið eftir seinni hluta þáttarins sem sýndur var í kvöld í færeyska sjónvarpinu. Hún ritaði færslu á Facebook þar sem hún tjáði þessa skoðun sína:

„Útlendingar eiga ekki að eiga í færeyskum sjávarútvegi og stýra okkar afla. Lengri skal þessi saga ekki verða!“

Brandur Sandoy, þingmaður í Færeyjum.

Brandur Sandoy, þingmaður á færeyska Lögþinginu, virðist taka í sama streng og vill hreinsa iðnaðinn af útlendingum. Viðbrögð stjórnarliðianna eru við heimildarmyndinni Teir ómettiligu, sem unnin var í samstarfi við Wikileaks og Kveik.

Í þáttunum er meðal annars fjallað um peningatilfærslur frá tveimur namibískum útgerðum Samherja til Samherjafélagsins Tindhólms í Færeyjum árin 2016-2017. Þar er fullyrt að um sé að ræða ólöglega fléttu til að komast hjá því að greiða skatta af launum sjómanna á togurum Samherja í Namibíu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -