Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Fagnar doktorsvörn með dragi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Thomas Brorsen Smidt bregður sér í hlutverk dragdrottningarinnar Jackie Moon í tilefni af háskólaútskrift.

„Við höfum engar áhyggjur af því að vanalegu gestunum okkar verði á einhvern hátt misboðið, þeir munu pottþétt skemmta sér. Ég er miklu stressaðri yfir því hvað foreldrum mínum, tengdaforeldrum og öllum fræðimönnunum á eftir að finnast. Vonandi fá þau ekki algjört sjokk,“ segir Thomas Brorsen Smidt, um sýninguna Jackie Moon’s Graduation Show, sem hann stendur fyrir á Gauknum í kvöld klukkan níu.

Viðburðurinn er svolítið óvenjulegur því hér er á ferð drag-sýning sem er haldin í tilefni af doktorsvörn Thomasar í kynjafræði við Háskóla Íslands. Hvernig kom það eiginlega til? „Sko, í stuttu máli snýst ritgerðin mín um hversu erfitt er að innleiða jafnréttisreglur innan veggja akademíunnar, tiltölulega þurrt viðfangsefni sem á ekkert skylt við drag. Bara ekki neitt. En, hins vegar lærir maður í kynjafræði að kyn og kyngervi eru félagslega mótað en ekki fastmótað, einskonar leikur og hvað er drag annað en einmitt leikur með kyngervi og kyn? Þar sem hlutirnir er ýktir upp úr öllu valdi, sem fær fólk ekki aðeins til að hlæja heldur til að átta sig á hversu fáránlegt þetta tvennt getur verið. Að því leytinu til má alveg ætla að drag sé í raun ekkert síður pólitískt en kynjafræðin. Þess vegna fannst mér tilvalið að fagna útskriftinni með dragi.“

„Sumum finnst ég vera að þröngva mér inn á svið homma en flestum finnst þetta frábært. Það hjálpi bara að afbyggja steríótýpur að gagnkynhneigður karlmaður skuli koma fram í dragi.“

Fjöldi litríkra skemmtikrafta treður upp á Gauknum í kvöld, þeirra á meðal Hans, Deff Starr, Lola Von Heart, James the Creature og dragdrottningin Ms. Ronya, sem kemur alla leið frá Skotlandi og svo Thomas sjálfur, sem mun bregða sér í hlutverk gestgjafans og drottningarinnar Jackie Moon. En Thomas er einn fárra gagnkynhneigðra karla á landinu sem starfa sem dragdrottning og hann segir marga verða vægast sagt hissa þegar þeir komast að því. „Sumum finnst ég vera að þröngva mér inn á svið homma en flestum finnst þetta frábært. Það hjálpi bara að afbyggja steríótýpur að gagnkynhneigður karlmaður skuli koma fram í dragi.“

Hann segir að hvað sem fólki finnist um það þá geti það alla vega stólað á eitt í kvöld: Að það muni skemmta sér konunglega. „Hafi það ekki komið á sýningu hjá mér áður þá á það sko gott í vændum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -