Ofbeldismanni var vísað út úr fjölbýlishúsi í miðborginni eftir að hann var með ólæti og ógnandi hegðun. Hann átti eftir að koma aftur við sögu lögreglu síðar og reyndist óforbetranlegur. Á sömu slóðum var tilkynnt um ungmenni að drekka áfengi á veitingastað. Þau voru horfin þegar lögregla kom á vettvang.
Íbúar létu vita af grunsamlegum mannaferðum í vesturbæ Reykjavíkur. Engar kröfur voru gerðar en lögreglumenn upplýstir um málið.
Ofbeldismaður var vistaður í fangageymslu eftir líkamsárás og önnur brot í gærkvöld.
Ökumaðurvar handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus eftir sýnatöku. Nokkru eftir miðnætti var annar ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Á svæði Hafnarfjarðarlögreglu leitaði maður til læknis vegna áverka eftir eggvopn. Lögreglu var tilkynnt um málið. Málið er í rannsókn og fást ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.
Kópavogslögregla var á varðbergi vegna ökumanna undir áhrifum áfengis eða lyfja og tók prufur. Tveir ökumenn voru handteknir vegna aksturs undir áhrifum. Sá þriðji blés undir mörkum og slapp með skrekkinn.
Maður var kærður fyrir eignspjöll og fjársvik á svæði Kópavogslögreglu. Hann hafði áður verið rekinn út úr fjölbýli í miðborginni fyrir dólgshátt. Dropinn fyllti svo mælinn er hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu eftir líkamsárás.
Löggreglu barst tilkynning um fáklæddan mann á gangi í frosti og myrkri eftir miðri akbraut í Grafarvogi. Maðurinn var horfinn þegar lögregland skimaði eftir honum.
Maður í vímu olli truflunum á starfsemi veitingastaðar. Lögreglan send á staðinn til að koma skikk á málin.
Eftir miðnætti var tilkynnt um tónlistarhávaða í fjölbýlishúsi.