Mánudagur 27. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Faldar myndavélar sýna dýraníð: Heimildarmynd um íslenskar blóðmerar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Falin myndavél sýnir viðurstyggilega meðferð á fylfullum merum í íslenska blóðameraiðnaðinum. Heimildarmynd um málið frumsýnd á mánudaginn.

Á mánudaginn næsta verður heimildarmynd þýsk/austurrísku dýraverndarsamtakanna TSB Tierschutzbund Zurich frumsýnd og verður hún þá öllum sýnileg á YouTube.com. Fjallar hún um íslenska blóðmeraiðnaðinn. Hefur myndin verið í vinnslu síðustu 18 mánuði en myndefni sem þar er að finna var tekið á þessu hausti en notast var við faldar myndavélar.

Blóðmeraiðnaðurinn gengur út á það að hirða allt að 40 lítra af blóði úr fylfullum merum og merum með folöld á 10 vikum frá sumri fram á haust til að vinna hormónið PMSG úr blóðinu. Hormónið er selt áfram til svínakjötframleiðenda til að auka frjósemi í svínaeldi.

Vegna hrottalegrar meðferðar meranna hefur Evrópuþingið ályktað til Evrópska ráðsins að framleiðsla og notkun PMSG verði bönnuð í Evrópu. Ísland er eitt fárra landa sem heimila þetta.

Sjá má á upptökum földu myndavélanna að hafið er yfir allan vafa að meðferð meranna á Íslandi stangast algerlega á við meginreglur laga um velferð dýra.

Þar má sjá að merarnar eru bundnar fastar í mjög litlu rými á meðan starfsmenn þrýsta á þær með viðarplanka og berja með prikum og slá utanundir með lófanum. Má greinilega sjá að merunum líður miklar kvalir af þessum völdum og að þær upplifi mikla hræðslu á meðan á þessari blóðúrtöku stendur.

- Auglýsing -

Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr heimildarmyndinni en eru lesendur sterklega varaðir við myndefninu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -