Laugardagur 28. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Fálkaorðan og táraflóð – silfurverðlaun á Ólympíuleikunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska karlalandsliðið í handbolta stendur sig frábærlega í Ungverjalandi þessa dagana og íslenska þjóðin enn meir eftir sigur á Frökkum. Því er tilvalið að rifja upp þegar Ísland vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.
Ísland tapaði fyrir Frakklandi í úrslitaviðureigninni með markatölunum 28-23.

Fagnaðarlæti við heimkomu

Markmaður Frakka, Thierry Omeyer var þá besti markvörður heims og hreinlega lokaði markinu fyrir skotum íslendinga þann daginn. Íslendingar mættu vel stefndir í leikinn og komust yfir á fyrstu mínútunum.
Nikola Karabatic hrökk í gang eftir nokkrar mínútur en var hann og er ein besta skytta heims og skoraði átta mörk í leiknum.
Í hálfleik var staðan 15-10 fyrir Frökkum og skoraði Ísland tvö mörk á fyrstu tveimur mínútum seinni hálfleiks. Þar á eftir kom erfiður kafli en skoraði íslenska liðið ekki mark næstu átta mínúturnar og Frakkar komnir með níu marka forystu.

Björgvin fór að verja betur í markinu en níu marka forysta og lítill tími til stefnu gerði það að verkum að Frakkar unnu okkur(þann daginn) með fimm mörkum.
Markahæstu menn íslenska liðsins í þessum leik voru Ólafur Stefánsson með fimm mörk, Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason skorður fjögur mörk hvor.

Ólafur Stefánsson faðmar liðsfélaga

Þrátt fyrir að margir lykilmenn íslenska liðsins hafi ekki fundið sig í leiknum þennan daginn var niðurstaðan sigur. Stórglæsileg frammistaða íslenska landsliðsins landaði þeim silfurverðlaunum á Ólympíuleikunum þetta árið. Voru þetta fyrstu verðlaun Íslands á stórmóti í handbolta og einnig fyrsta skipti sem Ísland vann til verðlauna í liðsíþrótt á Ólympíuleikum.

Þegar landsliðið sneri heim tók þjóðin á móti þeim á Skólavörðuholti. Gríðarlegur fólksfjöldi hafði safnast þar saman og mikil fagnaðarlæti urðu þegar handboltamennirnir okkar komu keyrandi niður Skólavörðustíg á vörubíl. Lauk ferðinni við Arnarhól þar sem þúsundir manna biðu þeirra.
Eftir fagnaðarlætin var ferðinni heitið á Bessastaði þar sem leikmenn voru sæmdir stórriddarakrossi fálkaorðunnar.

Gott silfur – gulli betra

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -