Íslenska karlalandsliðið í handbolta stendur sig frábærlega í Ungverjalandi þessa dagana og íslenska þjóðin enn meir eftir sigur á Frökkum. Því er tilvalið að rifja upp þegar Ísland vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.
Ísland tapaði fyrir Frakklandi í úrslitaviðureigninni með markatölunum 28-23.
Markmaður Frakka, Thierry Omeyer var þá besti markvörður heims og hreinlega lokaði markinu fyrir skotum íslendinga þann daginn. Íslendingar mættu vel stefndir í leikinn og komust yfir á fyrstu mínútunum.
Nikola Karabatic hrökk í gang eftir nokkrar mínútur en var hann og er ein besta skytta heims og skoraði átta mörk í leiknum.
Í hálfleik var staðan 15-10 fyrir Frökkum og skoraði Ísland tvö mörk á fyrstu tveimur mínútum seinni hálfleiks. Þar á eftir kom erfiður kafli en skoraði íslenska liðið ekki mark næstu átta mínúturnar og Frakkar komnir með níu marka forystu.
Björgvin fór að verja betur í markinu en níu marka forysta og lítill tími til stefnu gerði það að verkum að Frakkar unnu okkur(þann daginn) með fimm mörkum.
Markahæstu menn íslenska liðsins í þessum leik voru Ólafur Stefánsson með fimm mörk, Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason skorður fjögur mörk hvor.
Þrátt fyrir að margir lykilmenn íslenska liðsins hafi ekki fundið sig í leiknum þennan daginn var niðurstaðan sigur. Stórglæsileg frammistaða íslenska landsliðsins landaði þeim silfurverðlaunum á Ólympíuleikunum þetta árið. Voru þetta fyrstu verðlaun Íslands á stórmóti í handbolta og einnig fyrsta skipti sem Ísland vann til verðlauna í liðsíþrótt á Ólympíuleikum.
Þegar landsliðið sneri heim tók þjóðin á móti þeim á Skólavörðuholti. Gríðarlegur fólksfjöldi hafði safnast þar saman og mikil fagnaðarlæti urðu þegar handboltamennirnir okkar komu keyrandi niður Skólavörðustíg á vörubíl. Lauk ferðinni við Arnarhól þar sem þúsundir manna biðu þeirra.
Eftir fagnaðarlætin var ferðinni heitið á Bessastaði þar sem leikmenn voru sæmdir stórriddarakrossi fálkaorðunnar.
Gott silfur – gulli betra