Ægifagurt útsýni handan við hornið
Í hjarta Vesturbæjar við Lynghaga 24 er finna þessa glæsilegu efri sérhæð með risi. Hæðin er vel staðsett, rétt fyrir ofan Ægisíðuna í vönduðu húsi sem tekið er eftir. Lynghaginn tilheyrir einu af eftirsóttustu hverfum borgarinnar, Vesturbænum, og umhverfið er gróið og fjölskylduvænt. Staðsetningin er draumur margra, öll grunnþjónusta er í nánd, nálægð við miðbæinn og fjölmargar leiðir eru fyrir samgöngur og heilsusamlega útivist sem og hreyfingu. Í göngufæri er leikskóli, grunnskóli og Háskóli Íslands. Miðja Vesturbæjarins er skilgreind við Hofsvallagötu, það er að segja við Melabúðina og Vesturbæjarsundlaugina. Innan þessa kjarna og nánast á sömu torfunni er öflug verslun og þjónusta og vettvangur mannlífs. Nálægðin við sjóinn, Ægisíðuna og Eiðisgrandann er eitt af helstu sérkennum hverfisins og einn fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt við Ægisíðu enda útsýnið ægifagurt, handan við hornið. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og Íþróttafélaginu KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa. Vesturbærinn er líka mikið menningar- og vísindasvæði.
Björt og hlýleg með frönskum blæ
Eignin er einstaklega björt og hlýleg. Innkoman er tignarleg með frönskum blæ, stór franskur gluggi er í stigaganginum sem setur fallegan svip á eignina. Sunnan megin á hæðinni eru samliggjandi stofa og borðstofa sem eru bjartar og rúmgóðar, með himnesku útsýni út á Ægisíðuna. Hvíti liturinn er allsráðandi og stíllinn tímalaus og einfaldur. Stórir gluggar eru bæði til vestur og suðurs og út úr borðstofu er gengið út á fallegar suðursvalir. Notagildið og fagurfræðin fara vel saman, rýmin eru vel skipulögð og fallegar hvítar innfelldar hillur sem ná til lofts eru í stofunni.
Litir eldhússins tóna vel saman
Eldhúsið er vandað með stílhreinum, hvítum innréttingum, ljósgráum veggflísum sem tóna vel við ljósgræna litinn á hluta veggsins á móti svargráa náttúrusteininum á gólfi. Góðir og miklir skápar eru í eldhúsi og hvítur quartz- steinn er í borðplötunni sem gefur rýminu dýpt. Eldhúsið býr yfir góðri vinnuaðstöðu sem er mikill kostur. Á hæðinni er einnig sjónvarpsherbergi, svefnherbergi ásamt rúmgóðu baðherbergi þar sem hvíti liturinn er í forgrunni og rýmið vel nýtt.
Himneskur kvistgluggi með einstöku útsýni
Rómantískur sjarmi er yfir risinu en þar eru þrjú svefnherbergi, eitt hjónaherbergi og tvö barnaherbergi, sem eru einstaklega skemmtilega skipulögð. Í hjónaherberginu er himneskur kvistgluggi með miklu útsýni og einnig er annað barnaherbergið líka með stórum kvistglugga, hitt með þakglugga. Jafnframt er geymslu að finna í risinu sem nýtist vel.
Fallegur og gróinn garður umlykur húsið
Fallegur, gróinn og vel hirtur garður umlykur húsið. Gangstéttin og útitröppur eru nýlega endurnýjaðar og fegra aðkomuna að húsinu. Eignin er falleg að utan og henni hefur verið vel viðhaldið, en húsið var steinað og múrgert árið 2008.
Þessi fallega efri sérhæð er samtals 150,1 fermetri að stærð, hæðin er 105,9 fermetrar, risið 37,4 fermetrar auk geymslu og stigagangs 6,8 fermetrar. Eignin er til sölu hjá fasteignasölunni Domusnova og nánari upplýsingar veitir Kristín Einarsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma: 894-3003 eða gegnum netfangið: [email protected]