Garðar Ingvar Sigurgeirsson, sjómaður og bílstjóri, er látinn. Garðar er faðir Guðbergs Garðarssonar, eða Begga, eins og hann er alltaf kallaður. Beggi skrifar honum afar falleg kveðjuorð:
„Fallegasti engillinn okkar er nú á leið í sumarlandið, elsku besti pabbi minn, ef það væru til fleiri svona englar í heiminum þá væri heimurinn betri. Svo falleg sál sem sást alltaf það besta í öllum og vildir aldrei að nokkurri manneskju liði illa; elsku pabbi minn, góða ferð og Guð geymi þig“.
Eiginmaður Begga er Brasilíumaðurinn Inácio Pacasda Silva Filho, eða Pacas, eins og hann er ávallt kallaður, sendir látnum tengdaföður sínum kveðju:
„Lífið er alltof stutt og mjög erfitt að horfast í augu við raunveruleikann; tengdapabbi minn er farinn inn í eilífðina – svo mikill sársauki og svo miklar tilfinningar“.
Garðar lætur eftir sig eiginkonu, Ingibjörgu Birnu Jónsdóttur. Þau eignuðust fjögur börn.