Stjörnuleikarinn Hilmir Snær Guðnason og Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona eiga von á barni.

Þetta tilkynnti Vala Kristín á Instagram í dag og sagði eftirfarnadi um málið:
„Almættið ákvað að skrá mig í mömmuklúbbinn,“ segir hún í færslu sinni; birtir af sér mynd með og segir óvæntan glaðning á leiðinni.
Leikaraparið fallega, Vala Kristín og Hilmir Snær, hafa verið í sambandi frá því í fyrra; kom þá fram að þau hefðu verið að hittast í nokkra mánuði og nú hefur sambandið svo sannarlega borið ávöxt.
Vala Kristín hefur gert það gott í Þjóðleikhúsinu í hlutverki Önnu í leiksýningunni Frost. Hilmir Snær er einn allra þekktasti leikari Íslands; hefur hann síðustu misseri leikið og leikstýrt ýmsum verkum í Borgarleikhúsinu – til dæmis í leikverkinu Óskaland og þá leikur hann í leikverkunum Köttur á heitu blikkþaki og Fjallabaki.