Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Fallin frá langt fyrir aldur fram: „Orðið svo algengt meðal flottra ungra krakka sem hafa allt til brunns að bera“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dánartíðni ungmenna vegna lyfjatengdra andláta var mjög há á síðasta ári.

Lyfjatengd andlát voru 39 árið 2018 en meðaltal andláta síðustu tíu ár eru 27. Það sem af er árinu 2019 eru 23 dauðsföll til skoðunar hjá Embætti landlæknis. Dánartíðni ungmenna vegna lyfjatengdra andláta, sérstaklega ungra karlmanna, var mjög há á síðasta ári. Þá létust 10 karlmenn á aldrinum 15-29 ára.

„Þetta er orðið svo algengt meðal flottra ungra krakka sem koma frá heimilum þar sem þau hafa fengið góðan stuðning…“

Sjúkraflutningar vegna ofneyslu jukust um 7% árið 2018, en útköll voru 453 talsins. Auknar komur á bráðamóttöku LSH eru gríðarlegar, en ef miðað er við árin 2013-2017 er aukningin 96,4% vegna fíkniefna og sterkra lyfja. „Þetta eru ekki lengur jaðarhópar sem eru að fikta við vímuefni, þetta er orðið svo algengt meðal flottra ungra krakka sem koma frá heimilum þar sem þau hafa fengið góðan stuðning, hafa góðar einkunnir og hafa allt til brunns að bera,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á LSH, í fyrirlestri sem hann hélt í nóvember 2018.

Fjöldi ungmenna hafa látist vegna misnotkunar á lyfseðilsskildum lyfjum á undanförnum árum.

Lestu umfjöllunina í heild sinni hérna: Komum á bráðamóttöku vegna fíkniefna og sterkra lyfja hafa aukist um 96,4%

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -