Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Fallist á endurupptöku í máli flóttabarnanna Ali, Kayan, Saja og Jadin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslensk yfirvöld hafa fallist á endurupptöku í máli ungu írönsku flóttabarnanna og systkinanna Ali, 9 ára, Kayan, 5 ára, Saja 4 ára, og Jadin, eins árs, og foreldra þeirra, Mohammed Al Deewan og Wedyan Al-Shammari. Sema Erla Serdar, stofnandi hjálparsamtakanna Solaris, segir frá þessu á Facebook.

„Það þýðir að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi verður nú tekin til efnismeðferðar hjá Útlendingastofnun. Það þýðir að þau verða ekki endursend til Grikklands, eins og yfirvöld hafa ítrekað reynt að gera síðustu vikurnar,“ skrifar Sema.

Hún skorar á Útlendingastofnun að afgreiða mál þeirra hratt.

„Börnin og foreldrar þeirra upplifa ennþá þjáningar á hverjum degi. Þau upplifa uppgjöf, vonleysi og sorg. Ég skora á ykkur að sýna mannúð og samkennd, spýta í lófana og veita fjölskyldunni og öðrum barnafjölskyldum í sömu stöðu vernd hér á landi strax. Færum börnunum framtíð, tækifæri, hamingju og gleði. Það er ekki eftir neinu að bíða!“

Brottvísun fjölskyldunnar til Grikklands var frestað um óákveðinn tíma um miðjan mars og var það annað sinn sem brottvísun þeirra er frestað.

Mannlíf ræddi við fjölskylduna í febrúar. Viðtalið má lesa hérna.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Segir fjölskylduna hrædda – „Auðvitað hefur þetta hrikalegar afleiðingar“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -