Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Falsaði sitt eigið ökuskírteini og sýndi löggunni – Búðaþjófur gripinn glóðvolgur í Kópavogi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ökumaður sem virtist vera dópaður og í annarlegu ástandi hafði lagt á sig nokkra vinnu til að geta sýnt lögreglu gilt ökuskýrteini. Hann einfaldlega útbjó sitt eigið og framvísaði því þegar lögreglumenn höfðu gómað hann fyrir að vera ekki í ástandi til að stjórna bifreið í umferðinni. Lögreglumenn sáu strax vankanta á skírteininu og kröfu ökumannionn skýringa. Hann viðurkendni þá að hafa falsað skýrteinið þar sem hann hefði týnt þvæí sem hann fékk frá þar til bærum yfirvöldum. Tekið var blóðsýni úr ökumanninum og honum síðan sleppt út í nóttina.

Lögreglan rannsakak þjófnað sem átti sér stað úr bifreið.  Á sömu slóðum var bifreið stöðvuð í akstri og ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Númeraplötur vorfu fjarlægðar af bifreið vegna vanrækslu á aðalskoðun. Bifreið skussans var kyrrsett.

Lögreglu báruist tvær tilkynningar vegna samkvæmishávaða og þaggaði niður í gleðifólkinu.

Búðaþjófur var gripinn í verslun í austurborginni og óskað eftir aðstoð lögreglu. Málið afgreitt á vettvangi og þjófurinn fékk að fara eftir að hafa gefið skýrslu. Annar búðarþjófur var gripinn glóðvolgur í Kópavogi. Mál hans einnig afgreitt á vettvangi.

Bifreið stöðvuð í akstri. Ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Sá framvísaði ökuskírteini sem virtist ekki uppfylla öryggisþætti. Í viðræðum við ökumann kom í ljós að hann hafði útbúið það sjálfur þar sem hann kvaðst hafa týnt ökuskírteininu sínu. Ökumaður laus að lokinni blóðsýnatöku.

- Auglýsing -

Kallað var eftir lögreglu vegna umferðarslyss þar sem bifreið var ekið á vegrið. Einn var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið til skoðunar. Ekki er vitað um ástand hans eða líðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -