Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

„Falski“ bakvörðurinn á framboðslista í síðustu kosningum – „Harmleikur“ segir fyrrverandi samstarfsmaður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kona á fertugsaldri, sem handtekin var í dag og sleppt úr haldi lögreglunnar á Vestfjörðum seinni partinn, var á framboðslista stjórnmálaflokks á Suðvesturhorninu og tók þátt í stjórnmálum í bæjarfélaginu sem hún býr í samkvæmt öruggum heimildum Mannlífs.

Sjá einnig: Bakvörður með falsaða pappíra handtekinn – verður skimaður fyrir Covid-19

Konan var handtekin grunuð um hafa framvísað fölsku starfsleyfi sem heilbrigðisstarfsmaður og stolið lyfjum á dvalarheimilinu Bergi í Bolungarvík, en þar hafði hún starfað í viku eftir að hafa boðið sig til starfa sem bakvörður.

Sjá einnig: Bakverði sem grunaður er um þjófnað sleppt úr haldi

„Menn eru orðlausir og í sjokki,“ segir fyrrverandi samstarfsmaður hennar í stjórnmálum.  Hann segir fréttirnar hafa komið fyrrum samstarfsfólki konunnar innan flokksins í opna skjöldu þar sem ekki sé vitað til að konan hafi áður sýnt framferði af þessu tagi. Hann segir að hins vegar hafi ákveðnar viðvörunarbjöllur farið af stað um það leyti sem konan sóttist eftir áhrifum innan flokksins og vildi komast á þing. „Þá var henni vísvitandi haldið til hliðar,“ segir maðurinn í samtali við Mannlíf.

Í kjölfarið hafi konan sagt sig frá öllum störfum í flokknum fyrir ári síðan, vegna óánægju með að hafa ekki hlotið brautargengi innan hans.

- Auglýsing -

Maðurinn ítrekar þó að fólk sé í áfalli yfir fréttunum. „Þetta er harmleikur,“ segir hann.

Umrædd kona var ein bakvarða sem svaraði kalli Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða vegna kórónuveirusýkingar og manneklu á dvalarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Hún hafði eins og áður segir starfað á hjúkrunarheimilinu í viku þegar hún var handtekin fyrr í dag.

Forstöðumaður heilbrigðisstofnunarinnar lagði fram kæru á hendur konunni fyrir hádegi í dag. Var konan handtekin og færð til yfirheyrslu og húsleit framkvæmd á dvalarheimilinu. Að yfirheyrslu lokinni var konunni sleppt og hefur lögreglan ekki villjað tjá sé frekar um málið á meðan rannsókn stendur yfir.

- Auglýsing -

Ekki náðist samband við umrædda konu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -