Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Fann dauða eðlu í salatpokanum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Washington-búanum Grace Goldstein brá heldur betur í brún þegar hún kom heim úr ferð í matvöruverslunina Trader Joe’s í síðustu viku. Þegar Grace tók upp úr pokunum sá hún dauða eðlu í grænkálspokanum sem hún keypti.

Í samtali við tímaritið People segir Grace að hún hafi fengið áfall þegar hún sá eðluna.

„Ég var ýmist í afneitun eða mig hryllti við þessu, sem varð til þess að ég bað kærastann minn í sífellu að skoða grænkálspokann og staðfesta að þetta væri eðla, og þá hrópaði ég og ýtti pokanum frá mér og neitaði að vera nálægt honum. Og síðan bað ég um að fá að sjá hana aftur,“ segir Grace.

Hún bætir við að hún hafi ekki vitað hvað hún ætti að gera við eðluna og því hafi hún ákveðið að setja hana inn í ísskáp til að varðveita hana.

„Við höfðum samband við Trader Joe’s og vorum ekki viss hvort við ættum að fara með hana aftur í hverfisbúðina okkar þar sem við keyptum pokann. Mig langaði ekki að hafa rotnandi eðlu í ísskápnum. Hún var aðeins of nálægt ísnum mínum.“

- Auglýsing -

Vinkona Grace tísti mynd af pokanum og hefur fólk skrifað athugasemdir við myndina um sínar eigin hryllingssögur af Trader Joe’s. Talskona verslunarkeðjunnar segir í samtali við People að fyrirtækið sé að skoða kvörtun Grace.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -