Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Fann vopnið gegn lúsmýinu: „Hún verður blindfull og alveg steinrotast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lúsmýið hefur hrellt landann í sumar sem fyrr en það hefur sogið blóð úr mönnum og dýrum frá því þess varð vart fyrst hér á landi sumarið 2015. Í Skessuhorni segir frá því að Ole Jakob Volden parketslípari á Akranesi hugsi oft út fyrir rammann og hafi á Facebook síðu sinni hafa fundið lausn á óværunni. Meðfylgjandi mynd deildi hann á fésbók síðu sinni og segir að eftir miklar pælingar og mælingar hafi hann fundið lausn á þessu lúsmývandamáli;

„Lúsmý gildran.“ Hún svínvirkar og allir geta gert svona gildru”.

Það sem gerist er efirfarandi: „Lúsmýið kemur flögrandi og sér eithvað sem það heldur að sé sykur. En veit ekki að þetta er salt og verður alveg rooosalega þyrst. Flugan fer þá og fær sér að drekka það sem hún heldur að sé vatn, en er í raun romm eða vodki. Hún verður blindfull, labbar áfram, dettur um spýtuna og rekur hausinn í steininn og alveg steinrotast,“ skrifar Ole í færslunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -