Mikið mannfall varð í Marokkó eftir að jarðskjálfti upp á 6,8 á richter gekk yfir fyrir miðnætti. Stðafest er að hátt í 900 manns létust í skjálftanum og mikil óvissa er um örlög fjölmargra. Upptök skjálftan urðu í Atlasfjöllum um 70 kílómetra frá Marrakech. Í grennd við upptökin er fjöldi smáþorpa. Byggingar þar eru ótraustar og engan veginn til þess fallnar að standa af sér stóra jarðskjálfta.
Á meðal þeirra Íslendinga sem staddir eru í Marrakech er Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, sem sat að snæðíngi ásamt félaga sínum á torgi í gömlu Marrakech. Hann segir við Ríkisútvarpið að mikil örvænting hafi gripið um sig eftir að skjálftinn gekk yfir. Sjálfur var hann hinn rólegasti, enda öllu vanur frá skjálftunum í Grindavík. Hann taldi að skjálftinn í Marrakech. 60 kílómetra frá upptökunum, hefði samsvarað styrkleikanum 3,5 á richter við upptök.