Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Fanney fór í andlegt þrot og skapar nú vettvang til að hjálpa öðrum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vinkonurnar Fanney Marín Magnúsdóttir og Þórunn Kristín Snorradóttir halda úti heimasíðunni Mín leið upp. Síðan er samfélagsverkefni sem þær settu af stað í von um að miðla reynslu sinni og annarra til að hjálpa fólki. „Við söfnum reynslusögum og verkfærum fyrir þau verkefni sem lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Fanney Marín annar stofnandi síðunnar.

Á síðunni má finna reynslusögur kvenna og karla sem ýmist koma undir nafni eða nafnlaust. Sögurnar segja frá erfiðri reynslu eða góðum lausnum á vandamálum og hindrunum sem verða á vegi fólks á lífsleiðinni.

Fékk innblástur í endurhæfingu 

Fanney Marín er eigandi heimasíðunnar en hugmyndina fékk hún í gegnum námið sitt, tómstunda- og félagsmálafræði en hún stefnir á útskrift um næstu jól. Þar hefur hún kynnst samskiptum við ólíkt fólk á ólíkum stöðum í lífinu og sá tækifæri í að tengja fólk úr ólíkum áttum með tilkomu heimasíðunnar.

Fanney fór í endurhæfingu árið 2014 eftir að hafa lent í „andlegu þroti“ sem hún segir örugglega vera flokkað undir kulnun í dag. „Ég fór í endurhæfingu þar sem og fékk ýmiskonar fræðslu og verkfæri. Ein fræðslan var í formi námskeiðs sem bar yfirskriftina „draumar og drekar“ sem var undir leiðsögn Katrínar Óskar Garðarsdóttur. Á námskeiðinu var bent var fjallað um „drekana“ eða það sem sumir kalla púka sem hindra okkur í að láta drauma okkar rætast,“ segir Fanney.

Katrín veitti Fanneyju mikinn innblástur og hafa þær starfað svolítið saman síðan Fanney sat námskeiðið hjá henni fyrir sex árum.

Vettvangur til að gefa af sér og þiggja hjálp

„Ég fór að föndra einhver verkefni til að skoða sem lokaverkefni í tómstunda- og félagsmálafræði og fékk þá þessa hugmynd. Mín leið upp er samfélagsverkefni sem ég hugsaði sem vettvang til að láta gott af mér leiða og fá aðra með, bæði til að gefa og þiggja,“ segir Fanney.

- Auglýsing -

„Við viljum að fólk fari inn á þennan vettvang hvort sem það er til að deila reynslu, peppa aðra eða vera með námskeið svo getur fólk sem vantar pepp leitað ráða og verkfæra sér til stuðnings.“

Fanney fékk vinkonu sína með sér í lið eftir að hafa verið með hugmyndina í maganum í svolítinn tíma. „Ég deildi hugmyndinni með Tótu en við erum vinkonur í gegnum aðra vinkonu og henni fannst þetta svo brilljant hugmynd og hvatti mig áfram.“

Fanney spjallaði við vini sína á Instagram um þetta og þar fór Þórunn Kristín, sem Fanney kallar Tótu, að sýna verkefninu áhuga. Það var alveg frábært að fá hana mér í þetta, hún hefur rekið fyrirtæki áður og er mikill frumkvöðull í sér, lausnamiðuð og ótrúlega hvetjandi.“

- Auglýsing -

Vilja gera verkfærakistu með fullt af lausnum 

Fanney segir markmiðið fyrst og fremst vera að efla sterkt tengslanet á vefsíðunni, þá geta þeir sem deila sögu sinni átt von á að notendur síðunnar hafi samband, hvort sem það er í leit að ráði eða til að sýna viðkomandi stuðning. Öll starfsemin er í formi sjálfboðavinnu og framtíðarsýnin er að bjóða upp á námskeið, notendum að kostnaðarlausum.

„Eftir áramót ætlum við að leita að styrktaraðilum og fyrirtækjum sem vilja auglýsa hjá okkur og yrðu fjármunirnir notaðir til að greiða fagaðilum til að kenna námskeið og vera með ráðleggingar,“ segir Fanney.

„Við erum núna að útbúa verkfærakistu og erum með markþjálfa sem er að hjálpa okkur með það. Í verkfærakistunni verður fjöldi verkfæra til að gefa fólki hugmyndir til að vinna úr verkefnunum sem blasir við fólki, sækja sér eldmóð og hvatningu.“

Hugmynd að verkfærakistunni fæddist þegar Fanney var í endurhæfingu. „Ég var kominn á þann botn að ég gat ekki fundið neitt sem mér þætti skemmtilegt. Þá var mér gefinn hugmyndalisti yfir 50 hluti sem mér gætu mögulega þótt skemmtilegir,“ segir Fanney. Hún bætir við að það verkfærakistan verður með fullt af hugmyndum. Það virki að sjálfsögðu ekki það sama á alla því vill hún hafa sem mest í kistunni.

Góður tími til hvatningar 

Hún segist hafa fengið góðar undirtektir en síðan fór í loftið fyrir um hálfum mánuði síðan. „Ég vissi alveg að ég var með eitthvað ofsalega fallegt í höndunum og ég hef fengið alveg rosalega góð viðbrögð við verkefninu. Þetta er kannski bara svolítið góður tími fyrir þetta eins og samfélagið er í dag. Þetta verður fallegur vefur en hann er bara rétt að byrja að mótast. Við erum rétt setja inn reynslusögurnar en það það er margt annað í vændum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -