Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Fannst látin í íbúð sinni í New York

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Konan sem olli dauða fjögurra ára dóttur bandarísku leikkonunnar Ruthie Ann Miles fannst látin í gær. Talið er að hún hafi framið sjálfsvíg.

Ruthie Ann Miles missti fjögurra ára dóttur sína og ófætt barn í slysinu.

Dorothy Bruns, konan sem olli dauða fjögurra ára dóttur leikkonunnar Ruthie Ann Miles, fannst látin í gær.

Slysið varð í mars á þessu ári þegar Bruns missti stjórn á bílnum sínum með þeim afleiðingum að bíllinn lenti á Ruthie Ann Miles og fjögurra ára dóttur hennar þar sem þær voru að labba yfir götu í Brooklyn ásamt öðrum. Dóttir leikkonunnar lést í slysinu. Þá var Miles komin sjö mánuði á leið þegar slysið átti sér stað og missti hún fóstrið. Eins árs drengur lést einnig í slysinu.

Við rannsókn málsins kom í ljós að Bruns hafði fengið flogakast rétt áður en hún keyrði á gangandi vegfarendur. Samkvæmt læknisráði átti hún ekki að keyra vegna ýmissa heilsufarsvandamála. Saksóknarar í málinu vöktu athygli á að Bruns hafi ekki farið eftir fyrirmælum lækna og fóru fram á 15 ára fangelsisdóm fyrir manndráp af gáleysi.

Bruns fannst látin í íbúð sinni í New York og talið er að um sjálfsvíg sé að ræða. Þessu er greint frá á vef Sky.

Mynd / Skjáskot af Youtube

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -