Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Farbanns var krafist yfir dr. Skúla Tómasi: – Landsréttur hafnaði beiðni lögreglunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs krafðist Lögreglan á Suðurnesjum farbanns yfir fyrrverandi yfirlækni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, en hann er nú til rannsóknar eftir að sex fjölskyldur kærðu hann fyrir alvarleg brot í starfi. Að minnsta kosti snýst eitt málið um ábyrgð Skúla á andláti sjúklings sem var í hans umsjá. Telja aðstandendur Dönu Jóhannsdóttur að yfirlæknirinn hafi sett hana í líknandi meðferð í stað hvíldarinnlagnar sem hún sóttist eftir. Dana lést 11. vikum síðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Landsréttur hafnaði hins vegar farbannskröfunni en úrskurðurinn hefur ekki verið gerður opinber.

Dætur sjúklings sem lést á HSS, stigu fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 fyrir nokkru og lýstu meðferðinni sem móðir þeirra fékk í umsjón Skúla. Kom þar meðal annars fram að móðir þeirra hafi komið þangað í hvíldarinnlögn en þess í stað verið sett í líknandi meðferð, þrátt fyrir að vera ekki dauðvona. Hlaut móðir þeirra meðal annars svo slæmt legusár að hluti af eyra hennar datt af. Þá reyndi hún ítrekað að neita lyfjagjöf en henni voru gefin sljóvgandi lyf en allt kom fyrir ekki.

Ekki náðist í Lögregluna á Suðurnesjum við vinnslu fréttarinnar. Fréttin verður uppfærð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -