Mánudagur 6. janúar, 2025
-3.2 C
Reykjavik

Farsæll ferill í 50 ár

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrr í mánuðinum kom franski fatahönnuðurinn Jean Paul Gaultier mörgum á óvart þegar hann greindi frá því að nú væri komið að hans síðustu haute couture-sýningu. Lokasýningin fór svo fram í síðustu viku og var hin glæsilegasta.

Á þessari tímamótasýningu var litið yfir farinn veg. Gaultier sýndi í kringum 200 dress á sýningunni sem höfðu mörg einhverja vísun í hans eldri hönnun.

En hvað er það sem hefur einkennt framlag Gaultier til tískuheimsins í þau 50 ár sem hann hefur verið í bransanum?

Síðasta haute couture-sýning Jean Paul Gaultier fór fram í Théâtre du Châtelet í París þann 23. janúar. Mynd / EPA

Fjölbreyttar fyrirsætur

Tískusýningar Gaultier hafa alltaf vakið mikla athygli enda hefur hann verið duglegur að fara nýjar og öðruvísi leiðir. Hann hefur til að mynda verið óhræddur við að fá áberandi fólk til að ganga tískupallinn fyrir sig; fólk sem ekki starfar sem fyrirsætur, fólk á öllum aldri, fólk úr ólíkum samfélagshópum og af öllum stærðum og gerðum, ef svo má að orði komast. Fyrirsætur með stór og mikil húðflúr hafa einnig verið áberandi á tískupallinum hjá Gaultier í gegnum árin.

Rauður varalitur er í miklu uppáhaldi hjá Gaultier en í gegnum tíðina hafa fyrirsætur hans gjarnan verið með eldrauðan varalit. Mynd / EPA

Karlar í pilsum

- Auglýsing -

Gaultier hefur í gegnum tíðina hunsað kynjaðar staðalímyndir og farið ýmsar óhefðbundnar leiðir hvað þetta varðar. Hann hefur til dæmis reglulega hannað pils fyrir karlmenn sem hefur oft vakið athygli.

Kjólar, pils og mussur fyrir karla er eitt af því sem Gaultier hefur vakið athygli fyrir. Mynd / EPA

Keilulaga brjóst

Ein þekktasta hönnun Gaultier eru undirföt með keilulaga skálum á brjóstahöldum. Madonna klæddist korsiletti með keilulaga skálum úr smiðju Gaultier á Blond Ambition-tónleikaferðalagi sínu 1990 og gerði þetta snið þá frægt. Þessi keilulaga brjóstahöld eru í dag einkennandi fyrir Gaultier og sams konar snið hefur sést reglulega á sýningum hans síðan á tíunda áratugnum.

- Auglýsing -
Hér má sjá flíkur úr smiðju Gaultier sem Madonna hefur klæðst, meðal annars korselettið sem hún klæddist á Blond Ambition-tónleikaferðalaginu. Mynd / EPA

Undirföt í aðalhlutverki

Flíkur sem minna á undirföt eru eitt af einkennismerkjum Gaultier. Silki, blúndur og korselett er dæmi um það sem hefur einkennt hönnun hans síðan ferill hans fór almennilega á flug.

Frá tískuvikunni í París 2009. Mynd / EPA

Ilmvötnin

Árið 1993 setti Jean Paul Gaultier sitt fyrsta ilmvatn á markað. Tveimur árum síðar kom út rakspíri sem naut mikilla vinsælda eins og ilmvatnið. Síðan þá hafa ýmsar ilmútgáfur komið út og vinsældirnar verið upp og ofan en ilmvatnsflöskurnar eru löngu orðnar klassískar.

Flestir ættu að kannast við ilmvatnsflöskurnar frá Jean Paul Gaultier.

Bláar þverrendur

Gaultier fékk snemma innblástur frá frönskum sjóliðabúningum þar sem bláar þverrendur leika stórt hlutverk. Í dag eru peysur og aðrar flíkur með bláum þverröndum á hvítum grunni hálfgert einkennismerki Gaultier. Gaultier klæðist gjarnan sjálfur þverröndóttum bolum.

Frá tískuvikunni í París 2015. Mynd / EPA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -