Frá og með deginum í dag þurfa farþegar sem koma til landsins að greiða 11 þúsund króna skimunargjald vegna sýnatöku við COVID-19. Hingað til hefur sýnatakan verið gjaldfrjáls fyrir farþega.
Fólk hefur áfram þann valkost að fara í tveggja vikna sóttkví í stað skimunar við komuna til landsins og sleppur þá þannig við að greiða fyrir sýnatöku.
Sýnataka á landamærum hófst 15. júní. Áður var talað um að skimunargjaldið yrði 15 þúsund krónur frá og með 1. júlí en ákveðið var að lækka gjaldið niður í 11 þúsund krónur sé greitt á staðnum. Afsláttur er veittur ef gjaldið er greitt fyrir fram og verður þá 9 þúsund krónur.