Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Fasteignamarkaðurinn í „algjörri kyrrstöðu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gott veður og óvissa í efnahagslífinu kann að skýra algjöra kyrrstöðu á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt tölum Þjóðskrár hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,2 prósent á milli maí og júní. Yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,4 prósent og verð á sérbýli 1,8 prósent. Í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans segir að þessar tölur séu „enn ein birtingarmynd á því að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í mikilli kyrrstöðu“.

Viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í júní voru mun minni en þau hafa lengi verið, að desember í fyrra undanskilum. Fjöldi viðskipta fyrstu sex mánuði þessa árs var um 4 prósent minni en á sama tíma í fyrra og um 23 prósent minni en í júní í fyrra. Sérfræðingar Landsbankans telja að fasteignaviðskipti verði áfram með rólegra móti á næstu misserum.

„Veðrið á höfuðborgarsvæðinu var óvenju gott í júní og verulega betra en var á síðasta ári. Það kann að hafa haft þau áhrif að viðskipti með fasteignir voru óvenju lítil. Mikil óvissa í efnahagslífinu hefur eflaust líka orðið til þess að draga úr fasteignaviðskiptum. Þar má bæði nefna óvissu vegna kjarasamninga og áfallið sem hagkerfið var fyrir í kjölfar gjaldþrots WOW air. Þá hefur framboð íbúða á sölumarkaðiaukist verulega og þá er einnig að vænta mikillar aukningar á framboði leiguhúsnæðis. Allt kann þetta að hafa leitt til biðstöðu á markaðnum. Fólk vill kannski sjá framtíðina betur fyrir sér áður en stórar ákvarðanir eru teknar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -