Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram í dag. Kristrún Frostadóttir, Inga Sæland og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir freista þess að ná saman ríkisstjórn á næstu dögum.
Flokkur fólksins setti á oddinn að þeir sem erfiðast eiga uppdráttar í samfélaginu fái 450 þúsund krónur á mánuði eftir að skattar hafa verið dregnir frá. Reiknað er með að hún standi fast á þeirri kröfu. Verði af ríkisstjórn kvennanna þriggja mun hún örugglega bæta kjör hinna fátækustu í samfélaginu. Þeir sem erfiðast eiga uppdráttar horfa því vonaraugum til Ingu og vonast eftir betri lífskjörum.
Gangi ekki saman með þessum flokkum er engin leið að spá fyrir um framhaldið. Þorgerður Katrín á þó möguleika á stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum.