Núna er hægt að leigja flíkur frá danska tískumerkinu Ganni.
Skaðleg áhrif tískuiðnaðarins á umhverfið hafa verið mikið í umræðunni undanfarið. Verkefnið Ganni Repeat er svar danska tískumerkisins Ganni við umræðunni og breyttum tímum.
Tilgangur verkefnisins er að lágmarka skaðleg umhverfisáhrif með því að bjóða neytendum upp á að leigja flíkur, ýmist í eina viku eða þrjár vikur. Að tímabilinu loknu er flíkinni svo skilað og Ganni sér um að þvo hana.
„Vissir þú að um 39,900 tonn af textílefni enda í landfyllingum eða í brennslu á ári hverju í Danmörku,“ segir á vef Ganni um verkefnið.
Fataleiga Ganni verður til að byrja með bara í boði í Ganni-verslunum í Danmörku. Ef verkefnið gengur vel verða fataleigur opnaðar í öllum Ganni-verslunum er fram kemur í meðfylgjandi Instagram-færslu.