Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

„Fátt betra en að horfa á sjúklega ríkt fólk öskra á hvert annað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og dálkahöfundur, hefur marga fjöruna sopið um ævina og við fengum hana til að deila nokkrum staðreyndum um sjálfa sig.

1. Ég er mikið vísindaskáldsögu-, fantasy- og tölvuleikjanörd. Ég hef spilað tölvuleiki svo lengi sem ég man eftir mér en fíla mest tölvuleiki á borð við Mass Effect og Dragon Age-seríurnar. Ég er líka mass spunaspilanörd og nefni leiki eins og Dungeons & Dragons, Warhammer Fantasy og Star Trek Roleplay.

2. Ég elska raunveruleikasjónvarp og horfi á allt sem ég kemst í. Því skelfilegra því betra. Ég dýrka til dæmis The Real Housewives-seríurnar, enda fátt betra en að horfa á sjúklega ríkt fólk öskra á hvert annað út af því að einhverjum var ekki boðið í teiti.

3. Ég er alin upp í sveit og foreldar mínir eru með kúabú, kindabú og hestastóð, ásamt hundum og köttum. Ég hef alltaf verið mikill dýravinur og varði miklum tíma sem barn að leika við dýrin. Ég var eiginlega svolítið eins og gangandi Disney-mynd, þar sem dýr eltu mig hvert sem ég fór.

4. Ég gaf sjálfri mér loforð um að drekka ekki áfengi sem mér finnst vont á bragðið. Sem þýðir að ég drekk nánast ekkert. Það er mér fyrirmunað að skilja hvernig nokkur manneskja getur pínt sig til að drekka venjulegan bjór eða gin og tónik.

5. Ég er grænkeri – sem olli miklum erjum innan fjölskyldunnar og ég var sögð hafa eyðilagt jólin árið sem ég ákvað það. Viðbrögðin voru verri innan fjölskyldunnar heldur en þegar ég kom út sem trans. Þetta er nú samt allt í góðu núna svona fimm árum síðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -