Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Feðgarnir Jónas og Jón eiga óvanalegt áhugamál – Búa til hauskúpur frá grunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Feðgarnir Jónas Kristinn Jóhannsson og Jón Jónasson  eiga saman óvanalegt en ákaflega spennandi áhugamál. Þeir búa til gullfallegar hauskúpur. Þeir búa þær til algerlega frá grunni en þær eru steyptar. Þetta hafa feðgarnir fengist við í rúmt ár.

Feðgarnir á góðri stund Mynd í einkaeigu
Feðgarnir hafa hannað margar gerðir af hauskúpum hér má sjá þrjár af fjölmörgum

 

Kveikajan

Jónas segist aðspurður, hvað olli því að þeir feðgar hafi byrjað að búa til þessa fallegu gripi, að þeir hafi séð verk eftir Ástrala sem er að gera mjög flottar hauskúpur. Feðgarnir heilluðust og ákváðu að byrja að prófa sig áfram í gerð hauskúpanna. Jónas segir að í byrjun hafi þeir pantað sér hauskúpur að utan sem grunn en það varð aldrei flott og gekk ekki upp. Þá ákváðu þeir að prófa sig áfram með að steypa þær frá grunni og afraksturinn er það sem sjá má á meðfylgjandi myndum. Þeir halda úti Facebook síðu undir nafninu Hauskúpur J&J þar sem hægt er að skoða verk þeirra feðga.

Íslenskt handverk

- Auglýsing -

Það er alltaf gaman að sjá íslenskt handverk og einnig  að eiga gripi sem eru smíðaðir frá grunni á Íslandi. Það eykur ánægjuna þegar handverkið er einstakt eins og hauskúpur þeirra feðga eru svo sannarlega.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -