Föstudagur 27. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Fékk 58 milljónir greiddar fyrir „ráðgjöf“ – Núverandi stjórnendur GAMMA með málið til lögreglu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýrri umfjöllun Kveiks er ljósi varpað á rekstur fasteignafélagsins Upphafs sem var í eigu Novus, fasteignasjóðs GAMMA. Eft­ir kaup Kviku banka á GAMMA í fyrra kom í ljós að staða sjóðsins var umtalsvert verri en gert hafði verið ráð fyrir.

Í umfjöllun Kveiks segir að Kvika hafi „bitið á agnið“ þegar þáverandi eigendur GAMMA hafi farið að leita að einhverjum til að kaupa GAMMA. Síðar kom í ljós að eign­ir fast­eigna­fé­lags­ins voru of­metn­ar og var virði þess lækkað úr 5,2 millj­örðum í 40 millj­ón­ir.

Kvika banki eignaðist GAMMA Capital Management hf. í mars í fyrra. Seinna kom í ljós að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri GAMMA, þ.e. GAMMA: Novus og GAMMA: Anglia, var umtalsvert verri en gert hafði verið ráð fyrir. Mynd / Hallur Karlsson

Í umfjöllun Kveiks er þeirri spurningu varpað fram hvort að aðeins einn maður beri ábygð á tapi Upphafs, það er Pétur Hannesson sem starfaði sem framkvæmdastjóri Upphafs frá árinu 2014 til ársbyrjunar 2019.

Fékk 58 milljónir greiddar í 21 greiðslu fyrir „ráðgjöf“

Pétur mun hafa stofnað til umfangsmikils viðskiptasambands á milli Upphafs og verktakafyrirtæksins VHE, Vélsmiðju Hjalta Einarssonar, vegna bygginga á fjölda íbúða á höfuðborgarvæðinu. Upphaf mun þá hafa greitt VHE og undirverktökum þess ríflega sjö milljarða króna frá árinu 2015.

Í umfjöllun Kveiks er þá fjallað um gögn sem sýna fram á greiðslur VHE ýmist til Péturs eða félags í hans eigu, S3 Ráðgjöf. Um 21 greiðslu er að ræða, alls 58 milljónir, frá 2015 fram á mitt ár 2019.

- Auglýsing -

Samkvæmt heimildum Kveiks vöktu greiðslurnar furðu hjá yfirmönnum Péturs hjá GAMMA en Pétur var í fullu starfi hjá GAMMA á sama tíma og hann fékk greitt frá VHE. Er fram kemur í umfjöllun Kveiks mun Pétur hafa neitað að gera grein fyrir þessum tekjum og skömmu síðar var hann rekinn.

Hvorki Pétur né forsvarsmenn VHE vildu í fyrstu lítið tjá sig um málið þegar fréttamaður Kveiks leitaði svara en seinna barst Kveik bréf frá lögmanni VHE þar sem VHE gekkst við að hafa greitt Pétri 58 milljónir. Sú skýring var gefin að VHE hefði greitt Pétri fyrir ráðgjöf.

Núverandi stjórnendur GAMMA með málið til lögreglu

- Auglýsing -

Í umfjöllun Kveiks kemur fram að nú­ver­andi stjórnendur GAMMA hafa til­kynnt málið til lög­reglu í ljósi þeirra gagna og upplýsinga sem Kveikur fjallar um.

„Samkvæmt upplýsingum Kveiks er málið því komið til meðferðar hjá Héraðssaksóknaraembættinu þar sem það verður rannsakað vegna gruns um auðgunarbrot. Sú rannsókn mun eftir því sem næst verður komist bæði snúast um meint brot Péturs Hannessonar og eins möguleg brot forsvarsmanna VHE,“ segir í umfjöllun Kveiks. Hana má skoða í heild sinni hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -