Arnór Guðmundsson mun láta af störfum sem forstjóri Menntamálastofnunar og kemur hann til með hefja störf hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu þann 1.mars næstkomandi.
Fréttablaðið fjallaði um starfsanda innan Menntamálastofnunar fyrir nokkrum vikum en sagði Arnór áhættumatið sem gert var innan stofnuninnar ekki hafa staðist faglegar kröfur.
Arnór og yfirstjórn Menntamálastofnunar fengu falleinkunn í áhættumatinu sem um ræðir og starfsánægja var metin svo að henni væri mjög ábótavant. Þá bentu viðtöl við starfsfólk til þess að rekja mætti vandann til óheilbrigðra stjórnarhátta og aðgerðarleysi vegna þeirra.
Lögfræðingurinn Thelma Cl. Þórðardóttir verður staðgengill Arnórs í forstjórastöðu og mun hún gegna starfinu tímabundið til að byrja með. Arnór hefur verið forstjóri Menntamálastofnunar frá stofnun þess, eða í um sjö ár.