Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.7 C
Reykjavik

Fékk sendar ótal erfiðar sögur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þóra Karítas Árnadóttir viðurkennir að upplifunin við að fara til Malaví hafi fengið hana til að leiða hugann aftur að sögu móður sinnar og viðhorfið til kynferðisbrota gegn börnum á Íslandi.

 

Rætt er við Þóru í nýútkomnu Mannlífi.

„Það er ólíðandi að þvinguð barnahjónabönd viðgangist enn á ýmsum stöðum í heiminum en það segir sig sjálft að valdaójafnvægi ríkir innan barnahjónabanda þar sem mikill aldursmunur ríkir og því miður er það reynsla flestra kvenna sem eru giftar barnungar að vera beittar nauðgunum í hjónabandinu,“ útskýrir hún.

„Það er því miður líka falinn vandi hér heima og því er ekkert sem heitir við og þær/þau í þessu tilviki. Það sem við fjöllum um í viðtölunum sem tekin eru í Malaví á sér aðrar birtingarmyndir hér, er falið innan veggja heimilanna og því alveg jafnmikilvægt fyrir okkur að sjá í gegnum feðraveldismenninguna eða gömlu hefðirnar hér heima og líta í eigin barm. Þegar ég gaf út bókina Mörk voru mér sendar ótal erfiðar sögur sem hafa átt sér stað hér á landi þar sem börn hafa alið af sér börn sem voru fædd vegna kynferðisofbeldis sem þau höfðu verið beitt jafnvel innan fjölskyldunnar. Það er erfitt að horfast í augu við það en það er eina leiðin til að uppræta vandann og vinna með afleiðingarnar.“

En hverju finnst Þóru helst ábótavant í umræðunni um kynferðisofbeldi hér heima og hvaða breytingar myndi hún vilja sjá á umræðunni um slík mál?

„Það brennur kannski pínulítið á mér að gerendaumræðan komist á annað plan hér heima,“ segir hún hugsi. „Ofbeldi er því miður hluti af lífinu og því eitthvað sem við verðum að beita nýjum aðferðum við að tala um og tækla. Þögnin hjá þolendum hefur verið rofin en nú er kannski kominn tími til að sprengja á þögn gerenda og fá fólk til að líta á gerendur eins og hvern þann sem þarf lækningar við og aðstoð við að stjórna hegðun sinni. Gerendur þurfa fyrst og fremst meðferðarúrræði og að þora að horfast í augu við sjálfa sig og axla ábyrgð. Ef enginn gerir það er úrvinnslan í raun ekki til staðar – þótt þolandi geti vissulega unnið með áfallið á eigin vegum svo lengi sem gerandi nær ekki að telja viðkomandi trú um að það hafi aldrei neitt átt sér stað. Ég held það flýti fyrir bata hjá bæði gerenda og þolenda að gerandi taki ábyrgð á eigin þætti og viðurkenni verknaðinn.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið við Þóru Karítas í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -