Karlmaður sem starfaði hjá IGS á Keflavíkurflugvelli fær 16,3 milljónir frá tryggingafélaginu Sjóvá.
Maðurinn klemmdist á fæti í hvassviðri er hann var að ferma flugvél.
Slysið átti sér stað árið 2016 en þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur þann 20. október síðastliðinn.
Maðurinn klemmdist milli burðargrindar þjónustutrukks og burðargrindar undir kassa trukksins. Áætlað var að hvassviðrið hafi verið mikið eða allt að 20 metrar á sekúndu.
Krafa mannsins hljóðaði upp á tæplega 22 milljónir en samkvæmt matsmönnum hlaut hann 30 prósenta varanlega örorku eftir slysið.
Tryggingafélagið sagði slysið hafa verið óhapp, þá hafi maðurinn hlotið kennslu um aðbúnað og öryggi á vinnustaðnum.
Starfsmaðurinn hélt því fram að vinnuslysið mætti rekja til vanbúnaðar. Honum hafi verið gert að vinna við tæki sem þoldi ekki vind sem var á staðnum þegar slysið átti sér stað.
Lokaniðurstaða var sú að Sjóvá var gert að greiða manninum 16,3 milljónir, þó að frátöldum þeim þremur sem hann hafði þegar fengið greitt.
Dóminn má lesa í heild sinni hér.