Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Fékk þau skilaboð frá yfirmanninum að hún væri nú ekkert í Pepsi-deildinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristjana er dóttir Arnars Björnssonar, íþróttafréttamanns á Stöð 2, en segist aldrei hafa notað þau sambönd til að komast að sem íþróttafréttamaður, þvert á móti hafi það frekar verið notað gegn henni.

„Já,“ segir hún hugsi. „En svo ég byrji nú alveg á byrjuninni þá er ég náttúrlega alin upp í þessu umhverfi, það snerist allt um íþróttir. Við pabbi horfðum til dæmis alltaf saman á enska boltann alveg frá því að ég var svona fimm ára. Svo fór ég sjálf að æfa fótbolta og hef bara verið á kafi í íþróttum síðan ég man eftir mér. Það var alltaf horft á íþróttafréttir heima og við fylgdumst vel með öllu sem var að gerast í þeim heimi. Barnæska mín snerist öll um þetta og ég þekkti ekkert annað.

Ég viðurkenni að ég hafði alltaf lúmskan draum um það að reyna að komast inn í íþróttafréttamennskuna en á sama tíma þá er ekki hægt að segja að þessi stétt hafi verið opin fyrir konum, það var engin kvenfyrirmynd í þessu starfi þegar ég var krakki, þannig að ég setti bara samasemmerki þarna á milli og ákvað að ég gæti aldrei gert þetta því það væru engar konur í þessu. Hvernig ætti ég að geta komið inn í þetta fag? Það var einfaldlega ekki raunhæfur möguleiki.“

Kristjana segir það hafa verið æskudrauminn að starfa við íþróttafréttamennsku, henni hafi bara ekki dottið í hug fyrr en fyrir nokkrum árum að kona gæti fengið vinnu við að segja fréttir af íþróttum. Mynd / Hallur Karlsson

Kristjana byrjaði feril sinn í fjölmiðlum árið 2010 sem almennur blaðamaður á Fréttablaðinu þar sem hún var á innblaðinu, eða eins og hún segir í „bleiku fréttunum.“

„Ég leit svo á, á þeim tíma, að þetta væri sennilega það lengsta sem ég kæmist í blaðamennskunni, engar íþróttafréttir heldur var ég að skrifa um hluti sem ég hafði í rauninni engan áhuga á. Ég viðurkenni fúslega að ég fylgist ekkert með Hollywood-slúðri eða veit nokkuð um Kardashian-klanið og ég hlæ stundum að því enn þann dag í dag að ég hafi verið að vinna við þetta svona lengi. Ég var í þessu alveg til 2015, með smávegis hléum reyndar.

Til þess að setja í samhengi hversu fjarlægur draumur mér fannst það vera að ég gæti farið að vinna í svona hreinræktaðri karlastétt eins og íþróttafréttamennska var þá, get ég nefnt sem dæmi að ég var í fótbolta á þessum tíma og bað einhvern tíma um að fá að fara korteri fyrr af því ég þurfti að spila leik á Akranesi um kvöldið, þá fékk ég þau skilaboð frá yfirmanninum að ég væri nú ekki í Pepsi-deildinni og þyrfti nú ekkert að vera að stökkva fyrr úr vinnu fyrir einhvern leik. Svona athugasemdir voru alltaf að koma og þá sannfærðist ég meira og meira um að það þýddi ekkert fyrir mig að hugsa um íþróttafréttirnar, ég væri bara einhver kona sem skipti engu máli.“

Spurð hvort hún hefði ekki getað fengið pabba sinn til að tala máli sínu hristir Kristjana höfuðið ákaft.

- Auglýsing -

„Ég vildi alls ekki koma pabba í þá stöðu. Ég vildi halda honum algjörlega fyrir utan þetta. Einhverra hluta vegna var það samt komið í umræðu hvort ég vildi ekki prófa að spreyta mig á íþróttadeildinni en ég gerði ekkert í því, ekki síst eftir að ákveðinn maður á blaðinu sagði mér að það þýddi sko ekkert fyrir mig að ætla að komast áfram á því að vera einhver pabbastelpa, ég gæti ekkert valsað bara inn í íþróttirnar þegar mér sýndist af því að ég væri dóttir Arnars. Ég fékk endalausar svona athugasemdir þannig að ég jarðaði þennan draum bara.“

Viðtalið við Kristjönu má lesa í heild sinni hér.

Kristjana Arnarsdóttir er í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -