Sunnudagur 12. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Felix Bergsson um lífið og tilveruna: „Hinsegin hópurinn hefur fundið öruggt rými þarna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Felix Bergsson, leikari, dagskrárgerðarmaður og fararstjóri íslenska Eurovision hópsins er gestur í nyjasta þættinum af Einmitt, hlaðvarpi Einars Bárðarsonar.

Eurovision-fararnir Felix og Einar ræða menningar- og poppskrímslið Eurovision frá öllum mögulegum hliðum í páskadagsþætti hlaðvarpsins.

Hvernig keppnin hefur breyst og þróast yfir í alls kyns pólariseringar, pólitík og ímyndarsköpun þjóðanna. Aukin krafa þjóðanna um breytingu á stjórnarháttum til þess að mega vera með.

„Eurovisionkeppnin er sett upp sem friðartæki árið 1956 til þess að fá þjóðirnar til þess að syngja saman, en ekki drepa hver aðra,“ segir Felix.

Fyrsta ferð Felix sem fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins var árið 2016 með Vinum Sjonna.

„Þar var svo djúp tenging og erfitt að segja þessa sögu þarna. Hérna er maður sem dó, hérna eru vinir hans sem flytja lagið og hér ekkjan hans. Þau voru æðisleg og Eurovision elskaði þessa menn.“

- Auglýsing -

Ákveðið niðurlægingartímabil Felix segir að sá áratugur hafi almennt verið talinn sá slakasti þótt margir Eurovision aðdáendur séu því ósammála.

„Þetta var írski tíminn. Írar unnu 5 sinnum á 10 árum. Það tók keppnina nokkurn tíma að ná aftur vopnum sínum.“

Á sama tíma náðu Íslendingar þó góðum árangri með Stjórninni, Siggu Beinteins og Selmu Björns.

- Auglýsing -

Breyting varð á Eurovision 1997 eftir að Páll Óskar Hjámltýsson fór út og á sama tíma verða breytingar í réttindamálum samkynhneigðra á Íslandi. Ári seinna varð þetta stóra skref þegar ísraelska trans konan Dana International vinnur Eurovision.

„Tölfræðinördar elska keppnina. Þau sem elska poppið og „showið“ og svo eru það „diplomation“, almannatengslin og þverhugsjónin. Hinsegin hópurinn hefur svo fundið öruggt rými þarna síðan í lok 10. áratugarins. Eurovision leyfir þér að vera það sem þú ert,“ segir Felix.

Þeir félagar ræða þetta og margt, margt fleira í páskadagsþætti Einmitt en þáttinn í heild sinni má finna hér: bit.ly/3AuejEW.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -