Mánudagur 20. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Féll í yfirlið á miðri æfingu: „Þetta var vítahringur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heilsumarkþjálfinn Brittany Loeser segir sögu sína á vefsíðu tímaritsins Women’s Health. Brittany var upprennandi knapi á yngri árum og segist lítið hafa hreyft sig annað. Þá segist hún hafa borðað nákvæmlega það sem henni datt í hug og í miðskóla byrjaði hún að finna fyrir því að hún gæti kannski ekki borðað hvað sem er og samt ekki bætt á sig.

„Ég kom aftur heim úr fríi þar sem ég borðaði þyngd mína í mat og mér leið illa. Ég var ekki með neitt sjálfstraust og mér leið eins og fötin væru að springa utan af mér. Ég var þreytt og sljó. Ég hataði það,“ segir Brittany. Hún bætir við að á þessum tímapunkti hafi hún ákveðið að breyta um lífsstíl, en þá hélt hún að heilbrigður lífsstíll fælist í því að borða „eins og kanína og gera fullt af brennsluæfingum.“ Það fór ekki eins og hún bjóst við.

„Eftir nokkrar vikur var ég vissulega búin að léttast. En í staðinn fyrir að líða eins og ég væri sterk og sjálfsörugg var ég veikluleg. Og mér leið illa. Endalausar brennsluæfingar og takmörkun á kaloríum var ekki lífsstíll sem ég gæti haldið til streitu og það var að éta upp sjálfsöryggið mitt og hamingju,“ segir Brittany.

Ofát einu sinni í viku

Stuttu síðar kynnti vinur hennar hana fyrir lyftingum. Hún féll fyrir því og fannst eins og þetta væri nákvæmlega það sem hún hafði leitað að. Ekki skemmdi fyrir að hún sá breytingar á líkama sínum ári eftir að hún byrjaði að lyfta.

„Ég var sterkari en líka stæltari. En á þessum tíma borðaði ég aðeins um 1400 kaloríur á dag því ég hélt að ég þyrfti að halda aftur af mér til að fá draumalíkamann. Af því að ég borðaði svona fáar kaloríur þá ofát ég einu sinni í viku. Þetta var vítahringur,“ segir hún. Í framhaldinu ákvað Brittany að taka þátt í bikiníkeppni og tók undirbúninginn alla leið.

„Það varð brátt óheilbrigt,“ segir heilsumarkþjálfinn og rifjar upp örlagaríkt atvik í ræktinni.

„Síðan var ég að klára æfingu einn daginn á stigavélinni og það leið yfir mig. Foreldrar mínir höfðu séð hvaða toll undirbúnignurinn var að taka og eftir þetta atvik kröfðust þau þess að ég færi til læknis.“

- Auglýsing -

Neyddi sig til að æfa

Þá kom í ljós blóðsykur Brittany var mjög lágur af því að hún hafði farið illa með sig. Hún ákvað samt sem áður að halda áfram undirbúningi fyrir bikiníkeppnina.

„Auðvitað urðu foreldrar mínir áhyggjufullir um heilsufar mitt. Þau vildu að ég hætti í undirbúningnum. En ég hélt að svona bakslag væri bara hluti af ferlinu og þjálfarinn minn bað mig ekki um að hætta að æfa. Foreldrar mínir treystu mér þannig að ég ákvað að halda áfram. En í raun og veru var þetta bara toppurinn á ísjakanum þegar kom að merkjum um að æfingarrútínan mín væri að skapa vandamál í lífi mínu. Ég var blind fyrir því hve mikinn toll matartakmarkanir og ofát var að taka á líkama minn. Og þegar kom að bikiníkeppninni naut ég hennar ekki einu sinni,“ segir Brittany. Í kjölfar keppninnar hrundi hún líkamlega og andlega.

„Ég gat ekki viðhaldið þessar ímynd um að ég væri fullkomin og við stjórnvölin.

Ég var bara átján ára en mér leið hörmulega. Ég neyddi mig til að æfa þegar mig langaði ekki til þess og naut ekki matar sem mig langaði í því ég var of hrædd við að þyngjast. Ég var með brenglaða sjálfsmynd eftir keppnina. Ég var afar nett og grönn en mér leið eins og ég væri feit því ég var ekki með keppnislíkama. Ég var orðin svo vön að taka til matinn minn og borða allt á disknum að ég hafði ekki hugmynd um hvað eðlileg skammtastærð var eða hvernig ég ætti að finna fyrir því að ég væri svöng. Ég ældi oft af því að ég borðaði of mikið.“

- Auglýsing -

Vigtin hætti að stjórna

Brittany ákvað þá að snúa blaðinu við og einbeita sér frekar að því hvernig líkama hennar leið. Hún slakaði á í mataræðinu og ræktinni og einbeitti sér að því að borða eðlilega og leyfa sér sætar syndir í hófi. Hún segir það hafa verið erfitt að breyta hugsunarhættinum en eftir nokkurn tímann sá hún að meiri næring hafði ýmislegt jákvætt í för með sér.

„Ég gat ögrað mér meira og orðið sterkari,“ segir hún og heldur áfram. „Æfingar urðu skemmtilegar aftur. Ég varð ekkert stressuð þó ég kæmist ekki í ræktina fimm sinnum í viku. Ég var ekki eins stælt en ég var loksins hamingjusöm. Og það sem mestu máli skiptir er að vigtin hætti að stjórna mér. Ég þyngdist um rúm níu kíló og mér hefur aldrei liðið betur.“

80/20 reglan

Nú eru liðin rúm þrjú ár síðan Brittany ákvað að breyta um lífsstíl. Nú fer hún í ræktina fjórum sinnum í viku en elskar líka að hreyfa sig í náttúrunni. Hún borðar rúmlega 2000 kaloríur í dag og fylgir 80/20 reglunni svokölluðu – 80% af mataræðinu er hollt og næringarríkt og 20% er allt hitt sem freistar. Í dag er Brittany einkaþjálfari og hjálpar öðrum í leit að hamingju og betri lífsstíl. En hvað lærði hún af þessari vegferð sinni?

„Ef þú elskar þig ekki núna þá áttu ekki eftir að elska þig þegar þú léttist um fimm kíló.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -