Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Féllst á kröfu Kristrúnar um þingfund um stjórn efnahagsmála: „Það þarf að ráðast í aðgerðir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, féllst á kröfu Samfylkingar um sérstakan þingfund um stjórn efnahagsmála; það var formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, sem  krafðist þingfundar um efnahagsmál.

Á eftir Kristrúnu komu fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu og tóku undir kröfu Kristrúnar og Samfylkingarinnar; þar á meðal þingmenn Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar.

„Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur fram farið fram á við forseta Alþingis að það verði sett á dagskrá þingfundar sem fyrst umræða um efnahagsmál. Það eru nokkrir dagar eftir af þinginu,“ sagði Kristrún og bætti við:

„Nú sjáum við vexti í tæpum 9% og 10% af verðbólgu. Og það þarf ekki fleiri fundi í þjóðhagsráði eða bið eftir niðurstöðum húsnæðishóps til að átta sig á að það þarf að ráðast í aðgerðir sem taka gildi núna á næstu vikum. Við getum ekki beðið eftir niðurstöðu um fjármálaáætlun fyrir árið 2024 til að bregðast við ástandinu.“

Kristrún spurði „til hvers er ríkið ef ekki til að bregðast við ástandi sem þessu? Til að dreifa högginu af þessu áfalli sem nú ríður yfir. Við í Samfylkingunni erum boðin og búin til að styðja allar þær tillögur sem koma fram til að styrkja ungt fólk, lágtekjufólk, barnafjölskyldur, sem eru að fá þetta í fangið núna. Það eru það eru þingmál sem geta komið inn í þingið þar sem við getum tekið á þessu ástandi. Það munum við styðja og ég vona að hæstvirtur forseti verði við beiðni okkar um umræðu um þessi mál áður en þinginu lýkur og að við fáum aðgerðir.“

Birgir Ármannsson.

Forseti Alþingis, Birgis Ármannsson, sagði í kjölfar orða Kristŕúnar að „forseti vill geta þess að beiðni af þessu tagi kom fram af hálfu þingflokks Samfylkingarinnar núna fyrr í dag. Og forseti hyggst bregðast við því með því að skipuleggja slíka umræðu á næsta þingfundardegi, sem gæti þá verið næsta þriðjudag, og mun eiga samráð við þingflokksformenn um fyrirkomulag þeirrar umræðu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -