Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Feminískar stúdínur knýja fram ókeypis tíðavörur fyrir stúlkur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrjár tíundu bekkjar stúdínur sem saman stofnuðu Femínistafélag Grunnskólans í Hveragerði og hrundu af stað styrkjaleit fyrir dömubindum og tíðavörum síðastliðið haust hafa sannfært bæjarstjórn um nauðsyn þess að bjóða ókeypis tíðavörur í skólanum og félagsmiðstöðinni frá og með næsta hausti.

Rannveig Arna Sigurjónsdóttir, sem lauk tíunda bekk nú í vor segir í viðtali við Fréttablaðið að stelpur eigi ekki að þurfa að fela dömubindin í vasanum á leið inn á klósett. „Síðan eru til stelpur sem hafa einfaldlega ekki efni á góðum dömubindum,“ bendir hin unga baráttukona réttilega á og segir tíðavörur eiga að vera sjálfsagðar. „Fyrir stelpur er þeta jafn mikilvægt og klósettpappír.“

Femínistafélag Grunnskóla Hveragerðist var stofnað árið 2017 og er ætlað að styðja við jafnrétti í skólanum. Stofnfélagar ákváðu að safna tíðavörum til að hafa ókeypis í skólanum og fékk félagið að sögn styrk til verkefnins, en skemmst er að minnast þess þegar breytingatillaga Andrésar Inga Jónssonar við fjárlög var felld í desember, en Píratinn Andrés lagði til að tíðavörur í skólum og fyrir tekjulága yrðu ókeypis.

Tíðavörur eru þó ókeypis í skólum og félagsmiðstöðvum í Reykjavík, á Ísafirði og á Skagaströnd en tillaga Sigrúnar Árnadóttur, kennara við grunnskólann og bæjarfulltrúi, sem bar upp tillögu Femínistafélagsins upp á bæjarstjórnarfundi, hlaut einróma samþykkt bæjarráðs nú á fimmtudag. Þá mun bærinn greiða fyrir tíðavörur stúlkna og segir Sigrún aðgengi að góðum tíðavörum hafa gífurlega mikla þýðingu. Í viðtali sagði Sigrún hina ungu femínista hafa safnað og fengið gefins stór bindi, sem þó henti ekki endilega fyrir ungar stúlkur. „Strax í haust mun skólinn panta inn vörur sem henta, í samráði við Femínistafélagið.“

Þá segist Rannveig einnig vera himinlifandi með ákvörðun bæjarstjórnar. „Mér finnst þetta geggjað,“ klykkir hún út með. „Ef dömubindi verða ekki í boði þar læt ég í mér heyra,“ segir unga stúdínan og vísar þar til aðstæðna í menntaskólum landsins en hún mun sjálf hefja framhaldsnám að loknum grunnskóla nú í haust.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -