Mikið álag hefur verið á sjálfboðaliðum Rauða krossins undanfarið vegna útbreiðslu COVID-19. Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, bárust tæplega 3.500 símtöl í síðustu viku en meðalvika er um 250 símtöl. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Sjálboðaliðar 1717 veita sálrænan stuðning og taka nú við yfirfalli frá símanúmeri Læknavaktarinar 1700.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins manna þá einnig farsóttarhúsin á Rauðarárstíg og á Akureyri sem eru hugsuð fyrir þá einstaklinga sem þurfa að vera í sóttkví en geta ekki verið heima hjá sér.
Félagsþjónusta víða um land hefur verið í samstarfi við Rauða Krossinn um stuðning við fólk sem er í sóttkví eða einangrun. Í skoðun er þörf á frekari stuðning við aðra hópa svo sem innflytjendur og flóttafólk.