Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Fer með börn á slóðir fossa og eldfjalla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dalla Ólafsdóttir er nýr umsjónarmaður Ferðafélags barnanna.

Dagskrá Ferðafélags barnanna, FB, fyrir árið 2018 er komin út og þar er að finna 25 ferðir fyrir börn og foreldra þeirra, bæði vinsælar ferðir frá fyrri árum og nýjungar í bland.

Af nýjungum má nefna Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar sem Dalla Ólafsdóttir, annar tveggja nýrra umsjónarmanna FB, segir að standi öllum börnum til boða. „Gengið verður á sex skemmtileg fjöll, Esjuna, Úlfarsfell, Helgafell í Hafnarfirði, Mosfell, Móskarðshnúka og Þorbjörn,“ lýsir hún og getur þess að fjallahetjurnar John Snorri Sigurjónsson og Vilborg Arna Gissurardóttir sláist með í för á nokkur þeirra.

Þá býður Ferðafélag barnanna í fyrsta sinn upp á eldfjalla- og fossagöngu yfir Fimmvörðuháls. „Á leiðinni upp er gengið upp tröppur með fram Skógafossi og svo fram hjá fjölda fossa þar til gist verður í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi,“ segir Dalla. „Næsta dag verða ein yngstu eldfjöll landsins, Magna og Móða, skoðuð, farið yfir Heljarkamb og gengið í Þórsmörk þar sem við tekur kvöldvaka í Skagfjörðsskála í Langadal.“

„Ég hlakka mikið til. Börn eru svo opin og móttækileg þannig að það verður gaman að kynna fyrir þeim íslenska náttúru og öll ævintýrin sem hún býður upp á.“

Af öðrum ferðum má nefna sveppatínslu, kræklingaferð í Hvalfjörð og pödduskoðun í Elliðaárdal en þær ferðir eru samstarfsverkefni Ferðafélags barnanna og Háskóla Íslands. „Þetta eru allt ferðir sem eru farnar á forsendum krakka, á þeirra hraða og út frá þeirra getu,“ útskýrir hún. „Þannig að krakkar, fimm til sex ára, geta allir með góðri hvatningu tekið þátt og jafnvel yngri duglegir krakkar.“

Sjálf segist hún vera spennt að takast á við þetta nýja verkefni. „Ég hlakka mikið til. Börn eru svo opin og móttækileg þannig að það verður gaman að kynna fyrir þeim íslenska náttúru og öll ævintýrin sem hún býður upp á.“

Ferðafélag barnanna er hugsað til að hvetja börn og foreldra til útiveru og samveru í náttúru landsins og starfar innan Ferðafélags Íslands. Allar nánari upplýsingar um félagið og ferðir þess má nálgast á heimasíðu FÍ, á www.fi.is.

- Auglýsing -

Myndi: Hjónin Dalla Ólafsdóttir og Matthías Sigurðarson eru nýir umsjónarmenn Ferðafélags barnanna. Hér eru þau með börnum sínum í Þórsmörk.

Texti / Roald Eyvindsson
Mynd / Dalla Ólafsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -