Mánudagur 20. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Ferðamenn nota Ísland sem Covid-stökkpall: „Við tökum toppinn af þessu fyrir aðra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég hitti ferðamenn í dag. Þau eru að nota Ísland sem afþreyingar- og afslöppunarstað í stað þess að þurfa að fara beint í sóttkví í Englandi. Hér á landi máttu þau fara beint út í þjóðfélagið en ekki í Englandi,“ segir Heiða Ingimarsdóttir í Facebook færslu.

„En þegar þau eru búin að vera nógu lengi á græna Íslandi þá sleppa þau þannig við að fara í sóttkví á Englandi. Flott að landið okkar eins og það leggur sig (þau voru í Húsafelli) sé notað sem sóttkví fyrir önnur lönd…við tökum bara toppinn af þessu fyrir aðra“, bætir Heiða við.

Þetta er vegna þess að Ísland er á „græna lista” Bretlands.

Héðan geta ferðalangarnir síðan ferðast til Bretlands og er eina krafan um komu frá grænu landi sú að taka eitt Covid próf. Hvorki er gerð krafa um opinbera sóttkví, heimasóttkví né endutekin próf.

Bretar eru með stífar reglur varðandi komu inn í landið eru „algræn” lönd, það er lönd sem ekki eru á válista um að vera hugsanlega færð ofar í hættuflokk. Frá og með deginum í dag er þar aðeins að finna Ástralíu, Brúnei, Falklandseyjar, Færeyjar, Gíbraltar, Malta, Nýja-Sjáland og Singapore.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -