Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-12.2 C
Reykjavik

Ferðamönnum á gosstöðvar fjölgar en lítil fyrirhyggja: „Sumir í kápu og á strigaskóm“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er daglegt. Í gær voru tvö atvik, ökklabrot og höfuðáverki þegar einstaklingur datt og rak höfuð í grjóthnullung. Það er misjafnt hvernig dagarnir eru en nú fer túristunum að fjölga hratt,“ segi Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, í samtali við Mannlíf í morgun um slysin sem orðið hafa  við eldgosið í Geldingardölum.

„Við erum með mannskap í þessum tilfellum og fjölgum og fækkum í þeim hóp eftir stöðunni. Við tökum stöðuna daglega. Ef við teljum ástæðu til, bætum við fólki á vaktirnar”.

Bogi segir ferðamennina marga hverja vera í afar litlum hópum með með eigin leiðsögumann. Þetta séu hóparnir sem að allajafna séu vel útbúnir, vel gallaðir, vel skóaðir og með göngustafi. „Svo eru aðrir, þá á eigin vegum, bara í kápunni og á strigaskóm. Maður sér allan andskotann í þessu,“ segir Bogi.

Aðspurður um hvort vettvangsaðilar hafi gripið til sérstakra aðgerða til að taka við auknum fjölda erlendra ferðamanna segir Bogi að svo hafi ekki verið gert að svo komnu.

Gosið í Geldingadölum er í fullu fjöri.
Mynd: Reynir Traustason.

„Við lærum daglega, lærum í dag af því hvernig gekk í gær. Við vitum aldrei hvert hraunið fer, hversu stórt það verður í dag eða á morgun eða hvað yfirleitt gerist. Það má kalla þetta hringlaga aðgerðarprógramm. Við vitum til dæmis aldrei hvaða veður bíða okkar og lítið annað hægt að gera en að láta skynsemina ráða”, segir Bogi.

Bogi kallar eftir að fólk búi sig vel áður en haldið sé gosstöðvarnar og ferðaþjónustuaðilir brýni góðan búnað vel fyrir ferðamönnum. „Þetta er aldrei nóg oft sagt,” segir Bogi að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -