Við stefnum á að byrja ferðir til Tenerife og Alicante í júlí en það verður að liggja betur fyrir hvernig tekið er á móti Íslendingum á Spáni og ekki síst í KEF við heimkomu.
Ef það er þannig að Íslendingar þurfi að fara í skimun og greiða töluverða fjármuni fyrir, ef t.d. fjölskylda er að ferðast saman, þá held ég að Íslendingar muni almennt ekki ferðast í miklu mæli fyrr en því tímabili lýkur og ferðafrelsi sé orðið nokkuð óheft.
Þannig að við bíðum með ákvörðun um dagsetningar þar til málin skýrast.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/06/thrainn-mynd-361x464-1.jpg)
Að öðru leiti höfum við verið með ferðir til Tenerife og Kanarí í sölu síðan í mars og gengur salan nokkuð vel miðað við aðstæður og er t.d. jóla- og áramótaferðin til Tenerife löngu uppseld.
Einnig settum við í sölu fyrir um mánuði síðan, ferðir til Tenerife og Alicante sumarið 2021. En við fengum fjölda fyrirspurna frá viðskiptavinum sem áttu ferðir í vor og sumar og vildu færa ferðirnar um ár.
Frá því í byrjun apríl höfum við endurgreitt öllum viðskiptavinum sem óskað hafa eftir því. Meirihlutinn hefur samt kosið að færa ferðirnar á aðra dagsetningu eða fengið inneign á aðra ferð.