Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Ferðast um landið á rafbíl – hve langt er á milli hleðslustöðva? 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er ekki svo langt síðan tilhugsunin um að ferðast um landið á rafbíl var hreinlega eins og fjarlægur draumur eða jafnvel óskhyggja. Núna er þessi draumur orðinn að veruleika því það eru hleðslustöðvar um allt land og því létt verk að komast hringinn á rafbíl. Svo allrar sanngirni sé gætt skal þess getið að hægt er að hlaða rafbíla á Vestfjörðum, í Vestmannaeyjum og á Snæfellsnesi þó þeir staðir séu ekki á hinni hefðbundnu leið þegar talað er um að „fara hringinn“ í daglegu tali.  

Með því að rýna í kort á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda má sjá hvar stöðvarnar eru og þær eru sannarlega út um allt! Vegalengdir á milli stöðva eru ekki það miklar að ferðalangar lendi í vandræðum en þó er skynsamlegt að skoða þessi mál áður en haldið er af stað. Utan höfuðborgarsvæðisins eru sjaldnast meira en 70 kílómetrar á milli stöðva og á það við um allan hringinn. 

Það eru tveir kaflar þar sem tiltölulega langt er á milli hleðslustöðva á hringveginum. Annars vegar er það á milli Egilsstaða og Mývatns en þar á milli er hleðslustöð við Skjöldólfsstaði. Þá eru um 110 kílómetrar að næstu hleðslustöð en það ættu nú flestir nýir rafbílar að ráða við. Hins vegar er það á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs þar sem 103 kílómetrar eru á milli.

 

Vestfirðir gætu krafist útreikninga 

Á Vestfjörðum er töluverða aukningu að sjá hvað rafbílaeign snertir. Þar er jafnframt að finna þann vegarkafla sem lengst er á milli hleðslustöðva en hann er á milli Patreksfjarðar og Reykhóla. Á milli þessa staða eru 192 kílómetrar og um margar brattar brekkur að fara þannig að best er að hafa varann á og reikna dæmið til enda áður en sú leið er ekin á rafbíl. Á milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar eru 177 kílómetrar og er það næstlengsti spottinn á milli hleðslustöðva.  

- Auglýsing -

 Mun fleiri rafbílar en metanbílar 

Nokkur fjöldi metanbíla tilheyrir íslenska bílaflotanum en SORPA bs. hefur framleitt metan sem eldsneyti fyrir bíla frá árinu 2000. Metan er framleitt úr hauggasi sem myndast við niðurbrot á lífrænu efni á urðunarstað höfuðborgarsvæðisins í Álfsnesi og af því má framleiða heilan helling.  

Metanbílar eru líka með bensíntank sem skipt er yfir á þegar metanið klárast. Það er eins gott því það eru bara metanafgreiðslustöðvar í Reykjavík og á Akureyri. Metanbílar eru margir hverjir sparneytnir og hægt að fara hringinn á metani einu saman en þó mætti alveg fjölga afgreiðslustöðum.  

- Auglýsing -

Rafbílaflotinn er mun stærri en floti metanbíla og á vef Orkuseturs má sjá fjöldann. Metanbílar eru nú 1.581 á Íslandi og rafbílar eru 4.776 talsins. Af þeim 219.485 bílum sem mynda hinn íslenska bílaflota eru nú 6,8 prósent þeirra hreinorkubílar (losa ekki gróðurhúsalofttegundir) en fyrir tveimur árum síðan var prósentuhlutfallið 3,9. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -