Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Ferðatímaritið Conde Nast fjallar um áhrif falls WOW Air á íslenskt efnahagslíf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flugsætum til og frá Íslandi hefur fækkað um 27.5% samkvæmt ítarlegri umfjöllun ferðatímaritsins Conde Nast um áhrif falls WOW air á íslenska ferðaþjónustu.

Samkvæmt umfjöllun blaðsins komu 2.3 milljónir til Íslands árið 2018. Ekkert bendir til annars en að gríðarlegur samdráttur verði árið 2019. Þá kemur fram að árið 2013 hafi fjöldi ferðamanna aukist um 25% og vöxtur haldið áfram næstu ár. 2016 hafi ferðamönnum fjölgað um 38%

Conde Nast tengir mikla fjölgun ferðamanna meðal annars við WOW Air og sama á við um hraðan samdrátt. WOW Air hafi boðið ferðir frá bandarískum borgum eins og St. Lois, Cincinnati og Cleveland fyrir allt niður í $99.

Boeing Max kyrrsettning og fall WOW Air

Set Kaplan, fréttamaður sem sérhæfir sig í flugiðnaði, segir WOW air mikilvægustu fréttina í leit að svörum um hvað valdi samdrætti í íslenskum ferðaiðnaði. Kyrrsetning Boeign Max véla Icelandair er einnig nefnd sem hluti af erfiðleikum íslenskar ferðaþjónustu. Icelandair eigi níu vélar sem hafi verið kyrrsettar og því ekki í notkun yfir háannatíma. Bent er á að Icelandair hafi nýlega sagt upp 45 flugmönnum.

Hópur fólks verðlagður burt frá Íslandi

Í umfjöllun Conde Nast er gerð tilraun til að útskýra hvers vegna áhrif falls WOW eru svo mikil. Bent er á að verðlag á Íslandi sé talsvet hærra en almennt gengur og gerist í Evrópu. Hótel séu 10% til 32% dýrari á Íslandi en meðaltalið í Evrópu. Veitingastaðir 44% dýrari og áfengi 123% dýrara en gengur og gerist.

- Auglýsing -

Klósettpappír og kirkjugisting

Chris Gordon hjá fyrirtækinu Icepedition travel segir aðdráttarafl WOW hafa verið mikið og að flugfélagið hafi sótt fjölbreyttan hóp viðskiptavina, þar á meðal hagsýnan hóp ferðalanga. Ein afleiðing þess hafi verið gríðarlegt magn af netsíðum með ráðleggingum um hvernig ferðast mætti um Ísland með ódýrum hætti. Sum þessa ráða hafi ekki endilega verið gagnlegar né sérstaklega sannar. Fólk hafi spurt hvort það ætti að taka með sér granólastykki og hrísgrjón. Þá hafi furðuleg uppátæki átt sér stað sem hafi komið Íslendingum í opna skjöldu. Þannig hafi verið brotist inn í kirkju og sofið í henni. Fólk hafi gengið örna sinna í görðum og fjölfarnir staðir hafi verið útataði klósettpappír.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -