Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, fór á Fíflið í gær, kveðjusýningu Karls Ágústs Úlfssonar.
Í færslu á Facebook segir Alexandra að Karl hafi tekið stóran þátt í því að móta þjóðarsálin:
„Fór á Fíflið, kveðjusýningu Karl Ágúst Úlfsson. Hún var alveg rosalega vel heppnuð og skemmtileg. Fyndin og tregafull, og skemmtilegt að sjá samspilið milli feðganna líka.
Karl er einn af þessum mönnum sem hafa tekið stóran þátt í því að móta þjóðarsálina, höfðu áhrif á húmor fleiri en einnar kynslóðar og skilning okkar á því hvað það var að vera Íslendingur (minn húmor er til að mynda undir alveg þónokkrum Spaugstofuáhrifum held ég, og minningar mínar af ýmsum þáttum stjórnmála 10. áratugarins litast af því að hafa séð hann draga þá saman í háði).“
Hún segir eftirsjá af honum, en hlakki til að sjá hvað hann tekur sér næst fyrir hendur:
„En hann er líka öflugur samfélagsrýnir og gagnrýnandi. Það er eftirsjá af honum úr þessu hlutverki, en ég hlakka til að fylgjast með hvað hann tekur sér núna fyrir hendur.
Takk fyrir mig. Og takk fyrir þitt framlag til samfélagsins.“