Lögregla stöðvaði ökumann skömmu eftir miðnætti. Maðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna og fyrir að hafa ekið ítrekað án ökuréttinda. Auk þess gaf maðurinn ítrekað rangar upplýsingar er hann var spurður um skilríki.
Engin slys urðu á fólki við umferðaróhapp í Kópavogi í gærkvöldi. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum í hálku, rann í veg fyrir annan bíl og endaði sá með því að velta á hliðina. Báðir bílar voru óökufærir og fjarlægðir með dráttarbifreið.
Lögregla sinni tveimur útköllum í Hlíðunum í gærkvöld auk þess var gerð húsleit á heimili manns í sama hverfi. Á heimilinu fundust fíkniefni sem lögregla lagði hald á.
Stuttu síðar hafði lögregla afskipti af ungum mann í hverfinu vegna fíkniefnaneyslu og vörslu efnanna.
Þá var tilkynnt um brotna rúðu á gistiheimili í Hlíðunum. Þar hafði maður brotið rúðu til þess að komast inn en lögregla handtók manninn þegar hún kom á vettvang.
Ungur maður í annarelgu ástandi var handtekinn í Árbæ seint í gærkvöld. Maðurinn er grunaður um hótanir auk annarra brota og var hann látinn gista í fangaklefa.