Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Fimm ára drengur fann amfetamín á leikskólalóð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimm ára drengur í Kópavogi fann á mánudag poka með hvítu dufti á lóð leikskólans Fögrubrekku og setti hluta af því upp í sig. Farið var með drenginn á Barnaspítala Hringsins þar sem hann var skoðaður og efni pokans greint. Efnið í pokanum reyndist vera amfetamín.

„Það var hringt í okkur frá leikskólanum um hálf fjögur leytið á mánudag og okkur sagt að sonur okkur hefði fundið poka með hvítu dufti á leikskólalóðinni og sett eitthvað af því upp í sig.“

„Það var hringt í okkur frá leikskólanum um hálf fjögur leytið á mánudag og okkur sagt að sonur okkur hefði fundið poka með hvítu dufti á leikskólalóðinni og sett eitthvað af því upp í sig,“ segir Kristinn Ólafur Smárason, faðir drengsins. „Það uppgötvaðist þegar hann kom með pokann til kennarans og bað um vatnsglas því honum fannst innihaldið svo bragðvont. Starfsfólk leikskólans hringdi í lögregluna og síðan í okkur foreldrana í kjölfarið. Þau ítrekuðu að það væri allt í lagi með drenginn en engu að síður brá mér og ég hljóp út á leikskóla, en ég bý mjög stutt frá.“

Kristinn segist strax hafa séð að það virtist ekkert ama að drengnum en hann hafi samt hringt í Eiturefnamiðstöð Landspítalans til að leita upplýsinga um hvað hann ætti að gera. Þar fékk hann þær upplýsingar að hann skyldi fara með barnið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins og taka pokann með sér svo hægt væri að greina innihald hans. Á bráðamóttökunni var drengurinn grandskoðaður en allar niðurstöður prófa sýndu að engin eituráhrif væru í líkama hans. „Sem betur fer hafði svo lítið farið upp í hann að það hafði engin mælanleg áhrif,“ segir Kristinn.

„Ég hef oft séð krakka á menntaskólaaldri og grunnskólaaldri hanga þarna og reykja og spjalla. En mig grunaði aldrei að þau væru að neyta fíkniefna.“

Tvær lögreglukonur mættu á bráðamóttökuna og tóku pokann með sér til greiningar innihaldsins. Klukkutíma síðar lá sú niðurstaða fyrir að í pokanum væri amfetamín.

Kristinn segir að lóð leikskólans sé vinsæll samkomustaður unglinga á kvöldin, en honum hafi aldrei dottið í hug að amast við því þótt hann búi við hlið leikskólans. „Ég hef oft séð krakka á menntaskólaaldri og grunnskólaaldri hanga þarna og reykja og spjalla,“ segir hann. „En mig grunaði aldrei að þau væru að neyta fíkniefna.“

Kristinn segist ekki vita hvert framhald málsins verður en hann muni allavega í framtíðinni láta lögregluna vita sjái hann unglinga á lóðinni. „Ég geri það í samráði við leikskólastjórann sem að sjálfsögðu harmar atvikið mikið. En ég tek fram að ég sakast ekkert við leikskólann út af þessu máli. Ég veit að þau leggja sig fram um að hindra svona uppákomur og fara yfir lóðina á hverjum á morgni, en það er auðvitað erfitt að fylgjast með öllu.“

Í framhaldinu hefur fengist leyfi hjá byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar til að porti á lóð leikskólans verði framvegis lokað á kvöldin, en Kristinn segist ekki búast við að aðrir eftirmálar verði af málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -